Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og förðunarfræðingurinn Fanney Sandra Albertsdóttir eiga von á sínu sjötta barni.
Parið tilkynnti gleðifréttirnar á Instagram í gærkvöldi.
„Söfnun í okkar eigið fótboltalið gengur ágætlega. Sjötta barnið okkar á leiðinni,“ sagði Fanney.
Þau eiga saman eitt barn fyrir, dreng fæddan 2018. Garðar á fjögur börn úr fyrri samböndum, þrjá syni og eina dóttur. Tvö þeirra eignaðist hann með Ísdrottningunni og fyrirsætunni Ásdísi Rán Gunnarsdóttur.
Aldursmunur Garðars og Fanneyjar vakti athygli á sínum tíma, en fimmtán ára aldursmunur er hjá parinu. Knattspyrnumaðurinn varð fertugur í apríl og Fanney verður 25 ára þann 25. maí næstkomandi.
Garðar bað Fanneyjar fyrir framan Eiffel-turninn í París, borg ástarinnar, í júlí 2022.
Sjá einnig: Garðar bað Fanneyjar fyrir framan Eiffel-turninn – Sjáðu myndbandið
Fókus óskar parinu innilega til hamingju.