fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Sjónvarpið prófaði Siggu Beinteins fyrir Gleðibankann

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. maí 2023 12:00

Sigga Beinteins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Beinteinsdóttir er gestur Einars Bárðarsonar í nýjasta hlaðvarpsþætti Einmitt. Þar ræða þau um tónlistina sem hefur verið aðalstarf Siggu síðustu fjóra áratugi. Sigga hefur verið í fremstu víglínu tónlistarinnar allan þennan tíma og verið elskuð og dáð. Þrátt fyrir að hafa verið áberandi allan þennan tíma hafa skilin á milli söngkonunnar Siggu Beinteins og Siggu sem prívat persónu verið mjög skýr í hennar huga. Síðustu ár hefur hún þó stigið oftar fram og tekið þátt í umræðu um réttindamál hinsegin fólks. 

Var fengin í prufu fyrir Gleðibankann

Sigga hefur þrisvar sinnum farið í Eurovision fyrir hönd Íslands og náð frábærum árangri í öll skiptin. Þegar árangur Íslands er skoðaður í heild sinni eru lögin sem hún tók þátt í að flytja: Eitt lag enn, Nei eða já og Nætur, meðal þeirra átta laga sem náð hafa bestum árangri í keppninni. Þá eru fáir sem vita að Sigga var beðin að koma í prufu fyrir Gleðibankann en Sigga segir frá því í þættinum. Þá ræða þau um með hvaða hætti Sigga gæti séð fyrir sér endurkomu í Eurovision. 

Í larí lei í heimsfréttirnar 

Þau ræða samstarf hennar og Grétars í Stjórninni og hvernig hljómsveitin hefur siglt í gegnum bransann og er ennþá á meðal eftirsóttustu hljómsveita landsins. Síðustu ár hafa þau verið að taka upp nýja tónlist og þau lög hafa fengið góðar viðtökur og fengið mikla spilun. Þá ræða þau einnig um hvernig gömul brasilísk sumarvísa varð að vinsælu barnapopplagi á barnaplötu hjá Siggu og hvernig það svo varð að risa smelli mörgum árum seinna á böllum með Stjórninni og Stuðlabandinu, svo mikið að það komst í heimsfréttirnar. 

Stigið inn í umræðuna síðustu ár 

Í þættinum berst umræðan að bakslagi í réttindabaráttu hinsegin fólks. Sigga talar um það hvernig hún hélt um áratugaskeið sínu einkalífi fyrir utan kastljósið. „Þið megið eiga söngkonuna en mitt einkalíf er mitt“, segir hún um samskipti sín við fjölmiðla fyrstu áratugi ferilsins. „Síðustu ár hefur mér fundist það vera skylda mín að stíga fram og leggja mitt lóð á vogarskálar umræðunnar því bakslag er bara svo glatað,“ segir hún. 

Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram