fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

Sigmar sló í gegn í þingveislu Alþingis – „Ég var spurður hvað ég væri að gera þarna og sagðist vera í starfskynningu“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. maí 2023 19:00

Sigmar Vilhjálmsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Vilhjálmsson, Simmi Vill, var hrókur alls fagnaðar í þingveislu Alþingis sem fram fór á föstudagskvöldið. Eins og kunnugir vita er Sigmar hvorki þingmaður né starfsmaður þingsins.

Sigmar segist í samtali við Vísi einfaldlega hafa átt fund í forstofu Nordica á sama tíma, og ónefndir þingmenn hafi dregið hann inn í veisluna sem haldin var í sal inn af anddyrinu. Þar spjallaði Sigmar meðal annars við Ingu Sæland formann Flokks fólksins, og fleiri þingmenn, auk þess að drífa Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra út á dansgólfið.

„Ég var spurður hvað ég væri að gera þarna og sagðist vera í starfskynningu. Það var nú eiginlega brandarinn. Jájá, ég held að þetta sé mjög skemmtilegur vinnustaður.“ 

Aðspurður um hvort hann hyggist bjóða sig fram í næstu kosningum, segist Sigmar hafa velt því fyrir sér, þar sem hann hafi áhuga á stjórnmálum. „Jájá, ég hef velt því fyrir mér nú í aðdraganda nokkurra kosninga í röð en ekki fundist ég hafa til að bera nægilega mikinn þroska. Ekki fundist ég búinn að gera nógu mikið. Ég er áhugasamur um að sjá breytingar í menntamálum, viðskiptaumhverfinu, jafnari stöðu í atvinnulífinu og samgöngum.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kanye West verður æ furðulegri – Klæddur KKK-kufli segist hann ekki hafa viljað börn með Kim Kardashian 

Kanye West verður æ furðulegri – Klæddur KKK-kufli segist hann ekki hafa viljað börn með Kim Kardashian 
Fókus
Í gær

Móðir fann fyrir óhug þegar hún horfði á vinsælu þáttaröðina – Sonur hennar hafði dottið ofan í sömu holuna

Móðir fann fyrir óhug þegar hún horfði á vinsælu þáttaröðina – Sonur hennar hafði dottið ofan í sömu holuna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Unnur birti tvær myndir – Ótrúlegur árangur á tveimur árum

Unnur birti tvær myndir – Ótrúlegur árangur á tveimur árum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tónlistarmaðurinn sem er ríkari en Beyonce og Bono en fáir vita hver er

Tónlistarmaðurinn sem er ríkari en Beyonce og Bono en fáir vita hver er
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan