fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Hafrún Elísa segir mikla aukningu í neyslu, sérstaklega á oxy – „Því miður er verið að blanda í það öðrum efnum eins og fentanyl og fólk er hrætt‟

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 14. maí 2023 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafrún Elísa er 33 ára móðir úr vesturbænum og mikill KR-ingur auk þess að hafa starfað við skaðaminnkun síðan árið 2016. Hún er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman. 

Hafrún hóf störf í Konukoti, sem sjálfboðaliði, árið 2016 og hefur allar götur síðan starfað innan þessa málaflokks.

Fyrir um fjórum árum síðan lá leið Ingu Hrannar og Hafrúnar saman en á þeim tíma leitaði Inga Hrönn í fyrsta skipti í Konukot. 

Var á mjög slæmum stað

Inga segir: „Ég var svo hrædd og vissi ekki hvað Konukot var í rauninni. Ég var á mjög slæmum stað og vinkona mín fór með mig þangað.‟ 

Þær rifja upp þetta tiltekna kvöld og tala um Konukot, kosti, galla og hvernig það sé að hittast í allt öðrum kringumstæðum í dag. 

Við ræðum önnur úrræði sem Hafrún hefur stýrt, hvers vegna hún valdi sér þennan starfsvettvang og algengustu spurningar sem fólk í hennar starfi fær frá sínu nærumhverfi. 

„Ég er alin upp í svolítilli búbblu í raun. Ég fékk hafði ekki hugmynd um hvernig og hversu stór vandamál heimilislausra væru á Íslandi áður en ég byrjaði að vinna við þetta. Ég gerði mér varla grein fyrir því að fólk notaði vímuefni í æð áður fyrr, allavega ekki hversu margir gerðu það.‟ 

Áttu hvergi öruggan stað

Hafrún hefur mikla og dýrmæta reynslu þegar kemur að vinnu með fólki sem glímir við flókinn og þungan vímuefnavanda og heimilisleysi. Hún stýrði úrræði sem opnað var fyrir heimilislausar konur í Covid en þar sá hún, ásamt öðrum, muninn á konum sem hún hafði þekkt lengi úr Konukoti. Ein þessara kvenna var Inga Hrönn.

Sömu konur og höfðu þurft að harka af sér í öllum veðrum og áttu hvergi öruggan stað fengu þarna sitt herbergi, gátu farið í sturtu, lokað að sér, farið úr erfiðum aðstæðum, farið að sofa þegar þær vildu og fundu fyrir öryggi.

„Það þurfti heimsfaraldur til að opna svona úrræði en svo þurfti heimsfaraldurinn líka að deyja út til þess að loka úrræðinu.‟

Vöntun á neyslurýmum

Eins og staðan er í dag vantar eiginlegt neyslurými, Ylja var tilraunaverkefni til eins árs sem gekk vel. Tölfræðin segir að mikil þörf er fyrir öruggt rými, meirihluti þeirra sem nýttu sér Ylju voru heimilislausir karlmenn en þeir hafa engin dagsetur, konur hafa eitt slíkt, Skjólið. 

Við ræðum hvort starfsmenn Frú Ragnheiðar finni fyrir aukinni neyslu ópíóíða og hvort hún taki undir að um faraldur sé að ræða. 

„Við hjá Frú Ragnheiði höfum tekið eftir mjög mikilli aukningu á neyslu, helst oxy, og yngri neytendur en finnst faraldur rosalega stórt orð. Við vitum að það er verið að pressa oxy pillur hérna og því miður er verið að blanda í það öðrum efnum eins og fentanyl. Fólk er hrætt.‟

 Hafrún talar um fræðslu sem er mikilvægt að koma til allra þeirra sem mögulega gætu verið nálægt þeim sem nota opíóíða og mælir með að allir hafi lyfið naloxone við höndina ef möguleiki er á ofskömmtun, hvort sem er á heimili, vinnustað eða annars staðar.

„Frú Ragnheiður dreifir lyfinu til allra þeirra sem vilja og er jákvætt að sumir skemmtistaðir hafa til að mynda óskað eftir lyfinu.‟

Fólk veigrar sér við að hringja eftir aðstoð

Það sem vinnur gegn allri þessari jákvæðu þróun skaðaminnkunar er refsistefnan en því miður getur verið erfitt að halda fræðslu um eitthvað sem er ólöglegt, fólk veigrar sig við að hringja eftir aðstoð vegna hræðslu við lögin og stjórnarmenn og konur sýna þessum veikindum ekki þann skilning og virðingu sem fólk á skilið.

Faraldur eða ekki, við höfum misst allt of marga einstaklinga það sem af er ári vegna vímuefnavanda. 

Síðustu mánuði hafa verið biðlistar í stóru kirkjurnar vegna fjölda dauðsfalla ungra einstaklinga sem töpuðu baráttunni við fíknisjúkdóminn.

Tinna, þáttastjórnandi hlaðvarpsins leyfir sér að fullyrða að: „Ef háttvirtur þingmaður, Sigmundur Davíð, hefði rétt fyrir sér, sem hann hefur ekki, og fíkn væri smitsjúkdómur þá væru stjórnvöld búin að grípa í taumana, fyrir löngu síðan.‟

Það má hlusta á viðtalið við Hafrúnu Elísu i heild sinni á hlaðvarpinu Sterk saman. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“