Söngkonan Rihanna og barnsfaðir hennar A$AP Rocky hafa nefnt son sinn og vekur athygli að hinn níu mánaða gutti er nefndur í höfuðið á RZA – einum helsta forsprakka rappsveitarinnar Wu-Tang Clan. Drengurinn heitir fullu nafni RZA Athelston Mayers á fæðingarskírteini sínu sem breski miðillinn Daily Mail komst yfir.
Aðdáendur Rihönnu voru fljótir að benda á að parið hefði farið út að borða í síðast mánuði og þá hafi drengurinn skartað húfu með Wu-Tang merkinu og þar með gefið nafnið í skyn. Rihanna er síðan ólétt af næsta barni parsins og nú er spurning, ef að um verður að ræða annan dreng, hvort að hann verði nefndur eftir öðrum meðlimi Wu Tang-Clan, GZA.
Það er amk ljóst að með þessa foreldra og nafn þá mun RZA litla eitthvað koma nálægt tónlist.