fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Ísland komst ekki áfram í úrslit Eurovision

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 11. maí 2023 21:09

Diljá Pétursdóttir Mynd: RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Pétursdóttir komst ekki áfram á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision sem fór fram í kvöld í  Liverpool í Bretlandi. Sextán lönd stigu á stokk í kvöld en aðeins tíu þeirra komust áfram.

Ísland var sjöunda á svið þar sem Diljá söng lagið Power af gríðarlegum krafti eins og henni einni var lagið. Laginu var ekki spáð góðu gengi af veðbönkum áður en Diljá hóf raust sína en þegar flutningnum var lokið hóf Ísland að klifra upp lista veðbanka. Það reyndist því miður ekki duga og Diljá og Íslendingar sitja því eftir með sárt ennið.

Lögin sextán í kvöld voru Danmörk, Armenía, Rúmenía, Eistland, Belgía, Kýpur, Ísland, Grikkland, Pólland, Slóvenía, Georgía, San Marínó, Austurríki, Litháen og Ástralía.

Þau lönd sem sátu eftir ásamt Íslandi voru Grikkland, Danmörk, Rúmenía, Georgía og San Marínó.

Lögin tíu sem komust áfram keppa á úrslitakvöldinu laugardaginn 13. maí ásamt lögunum 10 sem komust áfram á þriðjudag og stóru löndunum fimm: Bretland, Frakkland, Ítalía, Spánn og Þýskaland, og sigurvegara 2022, Úkraínu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur