fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fókus

„Loreen er örugglega að fara að jarða þetta“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. maí 2023 13:00

Pálmi Ragnar Ásgeirsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pálmi Ragnar Ásgeirsson lagahöfundur og upptökustjóri lagsins Power ásamt Dilja Pétursdóttur er gestur Einars Bárðar í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Einmitt.Pálmi er einn sá reyndasti í faginu og síðustu tíu ár hefur hann átt þátt í mörgum vinsælustu lögum landsins. Hann og Diljá hafa unnið saman síðustu fjögur ár en Pálmi er þekktur fyrir farsælt samstarf við fjölda listamanna og nægir þar að nefna samstarf hans og Bríetar. 

Meira en áratugur í fremstu víglínu 

Árið 2015 áttu Pálmi, Ásgeir bróðir hans og Sæþór Kristjánsson tvö efstu lögin í Eurovision keppninni á Íslandi. Þeir félagar áttu mýmörg vinsæl lög á þeim árum bæði hér heima og erlendis en þeir voru á forlagssamningi hjá erlendu plötufyrirtæki.  Pálmi gerði sig líklegan til að taka þátt í keppninni hér heima aftur nokkrum árum síðar en hætti við og gagnrýndi fyrirkomulag samningsins sem höfundum laganna bauðst hjá RÚV. Í samtalinu við Einar segir Pálmi það umhverfi hafa breyst til hins betra og að keppnin vaxi ár frá ári. 

Dilja býr yfir sjaldgæfu og sterku viðhorfi 

Pálmi er að sjálfsögðu kominn til Liverpool en þátturinn var tekinn upp rétt áður en þau flugu. Aðspurður um samstarf sitt og væntingar sínar til Diljár segir hann að Diljá búi yfir mjög sjaldgæfu en sterku viðhorfi gagnvart verkefninu sem þessi keppni er sem er sjaldgæft og hvað þá fyrir 21 árs manneskju.

Ég er ekki að segja að þetta verði ekki erfitt fyrir hana en hún er bara búin að staðsetja sig þannig gagnvart verkefninu.

Milljón breytur þarna úti sem þú ræður ekki

Ég fer bara inn í þetta þannig að ég veit að lagið er gott, ég veit að við erum að gera þetta eins vel og við getum og RÚV er að vinna þetta af miklum krafti með okkur. En til þess að maður fari sæmilega heill út úr þessu þarf maður að stilla sig gagnvart væntingunum. Þannig að þrátt fyrir að allir séu að vinna að sama markmiði þá er þetta bara eitt lag í fjörutíu laga potti og það eru milljón breytur þarna úti sem stýra því hvernig þetta fer, segir Pálmi aðspurður um sínar væntingar. 

Loreen er örugglega að fara að jarða þetta  

Þá berst talið að því hverjir er líklegastir sem sigurvegarar á laugardaginn. Pálmi nefnir Finna til leiks og þá sé alltaf erfitt að afskrifa Úkraínu en þá sé það samt þannig að að Loreen sé líkast til að fara að  jarða þetta.

Mér finnst hún vera með besta lagið í keppninni, hún er klárlega einn besti flytjandinn og atriðið er flottari en öll atriðin.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“
Fókus
Í gær

Þetta eru sigurvegarar Golden Globes – Íslendingar fengu sérstaka kveðju

Þetta eru sigurvegarar Golden Globes – Íslendingar fengu sérstaka kveðju
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælasti dagurinn fyrir Íslendinga í leit að ástinni er í dag – „Sturlað“ að gera á stefnumótaforriti

Vinsælasti dagurinn fyrir Íslendinga í leit að ástinni er í dag – „Sturlað“ að gera á stefnumótaforriti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heilsumarkþjálfinn Erla nefnir dæmi um vörur sem hún segir markaðssettar sem heilsuvörur – „Sem eru það ekki, heldur gjörunnin matvæli“

Heilsumarkþjálfinn Erla nefnir dæmi um vörur sem hún segir markaðssettar sem heilsuvörur – „Sem eru það ekki, heldur gjörunnin matvæli“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það