fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fókus

Innlit í ástarlíf Robert De Niro – Sjö börn með fjórum konum

Fókus
Miðvikudaginn 10. maí 2023 19:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert De Niro er ekki aðeins stórleikari og Óskarsverðlaunahafi, heldur er hann einnig sjö barna faðir.

Yngsta barn hans kom í heiminn á dögunum og greina erlendir miðlar frá því að móðir barnsins sé kærasta De Niro, Tiffany Chen. Parið hefur farið mjög leynt með samband sitt.

De Niro, 79 ára, á sjö börn með fjórum konum. Hann á tvö börn með leikkonunni Diahnne Abott, tvö með leikkonunni Toukie Smith og tvö með leikkonunni Grace Hightower og svo það yngsta eignaðist hann með bardagalistamanninum og tai chi kennaranum Tiffany Chen.

Eiginkonur og börn De Niro í gegnum árin

Robert De Niro ásamt Dreu De Niro og Diahnne Abott.

Diahnne Abott hefur starfað sem fyrirsæta, leikkona, plötusnúður og framleiðandi í gegnum árin. Hún og De Niro giftust árið 1976 og ættleiddi leikarinn dóttur hennar úr fyrra sambandi, Dreu De Niro. Hún fetaði í fótspor föður síns og hefur getið sér gott orð í leiklistinni, meðal annars farið með hlutverk í kvikmyndunum Great Expectations og Joy.

De Niro og Abott eignuðust son í nóvember 1976, Raphael De Niro. Hann reyndi einnig fyrir sér í leiklistinni en er í dag fasteignasali.

Abott og De Niro skildu árið 1988 og seinna sama ár byrjaði leikarinn með Toukie Smith.

Toukie Smith og Robert De Niro.

Áður en þau hættu saman árið 1996 eignuðust þau tvíburadrengi, Aaron og Julian árið 1995.

Aaron hefur haldið sig frá sviðsljósinu en Julian hefur reynt fyrir sér í leiklistinni eins og foreldrar hans.

Robert De Niro og Grace Hightower skildu eftir 20 ára hjónaband.

Árið 1997 giftist hann Grace Hightower og þau skildu tveimur áratugum síðar, árið 2018.

Saman eignuðust þau tvö börn. Elliott, 25 ára, og Helen Grace, ellefu ára.

Eins og fyrr segir hefur leikarinn verið mjög góður að halda einkalífi sínu úr sviðsljósinu og kom það því mörgum á óvart að hann væri orðinn faðir aftur.

Samkvæmt erlendum miðlum hafa De Niro og Chen verið að slá sér upp síðan 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þau giftu sig árið 2024

Þau giftu sig árið 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“