Í kvöld verður fyrri undanúrslitakvöldið í Eurovision. Úkraína var sigurvegari keppninnar í fyrra en vegna stríðsátaka þar í landi verður keppnin haldin í Liverpool í Bretlandi, en Bretarnir hnepptu annað sæti í fyrra.
Fimmtán lönd taka þátt í fyrri undanúrslitum og komast tíu áfram. Ísland keppir á seinna undanúrslitakvöldinu þar sem sextán lönd keppast um að komast áfram í úrslit og tíu verða valin.
Fimm lönd eiga ávallt fast sæti á lokakvöldin: Bretland, Frakkland, Spánn og Þýskaland, auk sigurvegara keppninnar árið á undan, sem í ár er Úkraína.
Hér má sjá löndin og lögin sem keppa í kvöld, þau munu stíga á svið í eftirfarandi röð:
Samkvæmt EurovisionWorld verður auglýsahlé eftir lag Lettlands og Moldóvu.
Hægt er að lesa nánar um fyrra undankvöldið hér.
Ísland keppir á fimmtudaginn og er spáð 29. sæti í keppninni. Við fórum upp um eitt sæti eftir fyrstu æfingu Diljár í Liverpool en höfum fallið aftur niður.