fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Poveglia er örlítil eyja með dimma sögu svartadauða, geðveiki og sadisma – Talinn einn andsetnasti staður heims og harðbannað að heimsækja

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 9. maí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fjöldi staða í heiminum sem sagðir eru vera íverustaðir drauga og annarra vera eða anda úr víddum sem við þekkjum ekki. Ekki enn í það minnsta.  

Poveglia eyja er tvímælalaust talin vera með þeim óhugnanlegri. 

Eyjan er fyrir utan strönd meginlands Ítalíu og svo öldum saman voru þeir eru þóttu óæskilegir í samfélaginu sendir þangað – til að deyja.

Svartidauði varð 60% Evrópubúa að bana.

Má rekja til Rómaveldis

Það má rekja dimma sögu eyjunnar allt til Rómaveldis þegar að þeir eru fengu plágur og smitsjúkdóma, sem voru eins og mý á mykjuskán í þrengslum þessarar þá stærstu og þéttbýlustu borgar í heimi, voru sendir þangað. 

Sagan endurtók sig þegar að svartidauði herjaði á Evrópu með þeim afleiðingum að 60 prósent íbúar álfunnar létust. Svartidauði var skæð eitlabólga, snarsmitandi og dró fólk hratt til dauða. Svo væri minnsti grunur um svartadauða var reynt að losna við viðkomandi hið snarasta. 

Poveglia er örlítil en með 160 þúsund grafir er talið er.

160 þúsund grafir

Byggt var veglegt virki á eyjunni árið 1793 til að tryggja að smitaðir kæmust hvorki eitt né neitt og var það í notkun til ársins 1814. 

Sagt er að um 160 þúsund smitaðra hafi verið sendir til þessarar pínulitlu eyju, til þess eins að deyja, og eins og gefur að skilja var lítið orðið eftir af plássi til að grafa hina látnu þegar að plágunni loks lauk. 

Mun rúmlega helmingur eyjarinnar innihalda grafir látinna en það hefur aldrei verið kannað nákvæmlega. 

Eyjan er lítil og erfitt að finna hana og notaði Napóleon keisari hana meðal annars til að fela vopn. 

Fra´gamla geðveikrahælinu.

Geðveikrahæli með sadista sem yfirlækni

Poveglia hafði sannaði sig sem ágætis staður fyrir hina óæskilegu í gegnum aldirnar og árið 1922 var þar stofnað geðveikrahæli. Það mun ekki hafa verið undir neinu eftirliti yfirvalda sem vildu sem minnst af starfseminni á eyjunni vita.

Þar mun hafa ráðið ríkjum yfirlæknir, sem í dag er ekki hægt að kalla neitt annað en sadista. Eða svo segir sagan. Sagt er að hann hafi pyntað sjúklinga sér til skemmtunar en haft minni áhugi á að lækna þá. Eða komast yfirleitt að því hvort eitthvað plagaði þá. 

Sagt er að draugar hinna látnu af völdum svartadauða hafi tekið sér bólfestu í fjölmörgum sjúklinganna og þá ekki síst yfirlækninum sem slátraði sjúklingum sínum miskunnarlaust.

Svo fór að hann lét lífið er hann féll úr klukkuturni eyjarinnar en hvort hann stökk eða honum var hrint veit enginn. 

Hvað sá fólk á eyjunni sem það neitar að ræða? Mynd/Getty

Enginn vill ræða reynslu sína

Þeir eru bjuggu í nágrenni eyjunnar gættu þess að koma aldrei nálægt henni og fiskimenn vildu frekar leggja líf sitt í hendur hafsins í óveðrum en að landa við strendur Poveglia. 

Einstaka hugrakkir einstaklingar lögðu þó í ferð til eyjarinnar en sagt er að enginn hafi vilja ræða lífsreynslu sína þar. 

Geðsjúkrahúsinu var lokað árið 1968 eftir gríðarleg mótmæli almennings þegar upp komst um hvernig komið hafði verið fram við sjúklinga.

Það er sagt að Poveglia sé einn andsetnasti staður heims. 

Bygginarnar á eyjunni eru sagðar andsetnar.

Óútskýrð slys og dauðsföll

Ítölsk stjórnvöld reyndu að breyta ásýnd eyjunnar, hún var meðal annars sett á sölu árið 2014 en enginn var kaupandinn. Sendir voru hópar byggingaverkamanna til að gera upp geðsjúkrahúsið, með það í huga að gera úr því hótel eða annað slíkt, en þeir komu snarlega til baka eftir nokkra daga og sóru að fara aldrei aftur. 

Eyjan var á tímabili vinsæll áfangastaður þeirra er elta uppi drauga og önnur slík fyrirbæri en fjöldi óútskýrðra slysa og dauðsfalla gerði það að verkum að ítalska stjórnin setti bann á allar heimsóknir til eyjunnar. 

Svo hafir þú hug á að heimsækja draugana á Poveglia varðar það hvorki meira né minna en fangelsisvist á Ítalíu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun