fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

„Við tengjum virði okkar sem manneskju við að vera lúsiðin“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 7. maí 2023 07:30

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, fjallar í sínum nýjasta pistli á Facebook um samviskubitið sem við fáum mörg þegar dagurinn okkar er ekki fullur frá morgni til kvölds af einhverjum verkefnum.

Við fáum samviskubit ef hver nanósekúnda af deginum er ekki fyllt í topp af gagnlegum afköstum.

Svara tölvupóstum. Klára bókhaldið. Fara í hreinsunina. Setja í uppþvottavél. Borga reikningana. Hengja úr þvottavélinni. Og á meðan hlusta á hljóðbók um sjálfshjálp.

Annars erum við ekki að standa okkur.

Við tengjum virði okkar sem manneskju við að vera lúsiðin og haka í öll boxin á to-do listanum.

Við erum í stöðugum samanburði hvort við gerum meira eða minna en náunginn.

Það vekur sektarkennd á stærð við Síberíu ef við erum ekki að hamast eins og rjúpan á staurnum uppbókuð með verkefni frá dögun til dimmu.

Bestu hugmyndirnar koma samt frekar þegar við erum alveg að sofna, skrúbba okkur í sturtu, að krúsa Miklubrautina.

Þessi augnablik sem okkur finnst vera tímasóun í ekki neitt er akkúrat tíminn sem heilinn er að flokka og skipuleggja allt infóið.

Það er líka mögulega eini tíminn sem þú virkilega hlustar á innra samtalið.

Líkaminn er vegasalt…eða ramb eins og Hafnfirðingurinn segir.

Líkaminn vill ying og yang, upp og niður, fram og til baka, hægri vinstri…. tja tja tja…

Lotur af krepptum hnefa í vinnu og heimilisverkum krefjast þess að inn komi lotur af sjálfsrækt og hvíld.

Stundum er hvíldin að gera EKKERT en er í raun að gera fullt.

Róa niður streitukerfið og koma þér í sefkerfið.

Taka pásu frá kröfum annarra og umhverfisins.

Setja þig í forgang.

Hlaða á orkukerfið þitt.

Hlusta á líkamann og hvílast.

Hvíla heilann með að vera passífur neytandi afþreyingarefnis.

Að forgangsraða sjálfum sér er ekki eigingirni.

Það er djúp nauðsyn að hvílast til að verða betri manneskja og geta þannig sinnt fólkinu í kringum þig, vinnunni og lífinu af þeirri alúð sem það krefst.

Samviskubit og sektarkennd eiga ekki heima í sjálfsrækt og hvíld…. nema þú hafir sparkað í kettling á leiðinni upp í sófann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set