fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Sigmar gerist vegan – „Ertu búinn að missa matarlystina?“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 7. maí 2023 17:01

Sigmar Vilhjálmsson. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Vilhjálmsson, eigandi Minigarðsins í Skútuvogi, stjórnarmaður Atvinnufjelagsins og annar stjórnenda hlaðvarpsins 70 mínútur, heldur áfram að skora á sjálfan sig og þar með komast í fréttir fjölmiðla.

Í vikunni greindi hann frá breyttum lífsstíll og sagðist ætla að hjóla í sumar, en játaði síðar aðspurður að það kom ekki aðeins til af góðu, því Sigmar missti bílprófið í fjóra mánuði.
Og nú ætlar kappinn að gerast vegan í eina viku. Eins og fylgjendur Sigmars á samfélagsmiðlum vita þá er hann mikill matmaður og má ætla að þessi áskorun reynist honum erfið. Kannski ástæðan fyrir að hún er bara í viku?

Sjá einnig: Líkir málum Sigmars og Eddu saman – „Þetta er eins og að bera saman Jeffrey Dahmer við Alec Baldwin“

„Ég ætla að taka áskor­un og lang­ar að prófa veg­an lífstíl­inn í eina viku. Er þetta raun­hæft? Verður lífið ok? Verð ég einn í mat. Mörg svör fást í þessari áskorun. ÉG TEK ÞAÐ FRAM: Ég missti bílprófið í 4. mánuði um mánaðarmótin.“

Margir nota tækifærið og gera góðlátlegt grín að Sigmari. Guðmundur Benediktsson sjónvarpsmaður spyr hvort hann sé búinn að missa matarlystina. Annar spyr: „Búið að loka kortinu þínu og þú átt 30kg af hnetum uppi á lofti?“

Þriðji bendir á að vika sé auðvelt, fínt sé að hjóla fram hjá Vegan búðinni eða Plantan kaffihús, sá síðarnefndi sé með hjólastand. Nú og ef Sigmar klikkar á hjólalífsstílnum þá sé bestjunkintown.is með góðan skyndibita og áskriftarleiðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alexandra Helga opnar sig um krefjandi ófrjósemisbaráttu – „Þetta var svo stór partur af mér“

Alexandra Helga opnar sig um krefjandi ófrjósemisbaráttu – „Þetta var svo stór partur af mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Davíð Goði byrjaði að fá bletti fyrir annað augað: „Ég hélt að ég myndi fá einhverja augndropa og labba út“ – Við tók mánaðardvöl á spítala og mikil óvissa

Davíð Goði byrjaði að fá bletti fyrir annað augað: „Ég hélt að ég myndi fá einhverja augndropa og labba út“ – Við tók mánaðardvöl á spítala og mikil óvissa