fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Sigga Kling fékk heilablóðfall – Kveður niður flökkusögur um ótímabært andlát sitt

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 7. maí 2023 10:00

Sigga Kling. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigga Kling, spákona og skemmtikraftur, fékk nýlega heilablóðfall í kjölfar blóðtappa. Sigga mætti í Bakaríið á Bylgjunni í gær þar sem hún sagði frá atvikinu og kvaddi um leið niður flökkusögur um ótímabært andlát sitt.

„Og ég gat bara ekkert; ég átti að skemmta í Garðarholti í afmæli og ég mæti alltaf… með 40 stiga hita, skiptir ekki máli, alveg sama hvað hefur komið upp á. Og ég hélt ég væri með lágan blóðþrýsting; ég hafði aldrei fengið það en mér fannst það svona lýsa sér á Google, það gæti verið… ég bara gat ekkert. Svo fer ég út í bílinn að keyra og svo sé ég allt tvöfalt, þrefalt, fjórfalt og ég finn að ég á erfitt með að tala og svona. Og það hangir á mér andlitið í speglinum. En ég held ennþá að þetta sé lágur blóðþrýstingur,“ segir Sigga sem fór að finna fyrir miklum slappleika fyrir einum þremur vikum síðan.

Daginn eftir fannst Sigga hún orðin hressari, en þegar leið á daginn versnaði henni aftur. Henni fannst óþarfi að fara á bráðamóttökuna, en um þrjúleytið um daginn var Stína systir hennar mætt með lakkrís, enda eina ráðið að sögn Siggu til að hækka blóðþrýstinginn. Skömmu síðar voru sjúkraflutningamenn mættir heim til Siggu.

Blóðþrýstingurinn var fínn en „eins og það hefði verið setið á andlitinu á mér í viku,“ segir Sigga, en í ljós kom að hún hafði fengið meðalstóran blóðtappa, sem stöðvaði blóðflæði til heilans og leiddi til heilablóðfalls. 

Ekki auðveldasti sjúklingurinn

Sigga segist alls ekki hafa verið auðveldasti sjúklingurinn meðal hún lá inni á Landspítalanum þessa daga og útskrifaði hún sjálfa sig tvisvar. Var hún sett á blóðþynnandi lyf og geymir þau í eggjabakka, sem hún segir gott ráð til að muna að taka þau.

Aðspurð um af hverju hún opinberar sjúkrasöguna segir Sigga gróusögur hafa verið komnar af stað.

„Það eru komnar flökkusögur um að ég hafi verið á skemmtun og sjúkrabílarnir og eitthvað. Og það er líka komin ein flökkusaga að ég sé dauð.“

Sem augljóslega er ekki flökkusögunum samkvæmt en Sigga segir að henni finnst hún breytt. „Ég er með þrjá punkta á heilanum, hvíta, sem er skemmdin og mér finnst, ég er bara svo hrifin af doppum. Í alvörunni, ég elska doppur!“ segir Sigga sem lét laga á sér hárið og augabrúnirnar, svona til að líta vel út í kistunni, ef flökkusögurnar myndu rætast. Hún ætlaði ekki að láta Rögnu Fossberg um útlitið, heldur vera búin að því sjálf.

„Lífið er galdur og þú getur galdrað svo marga hluti, og ég hef kallað veikindin til mín. Ég hef verið í einhverri uppgjöf. Ég er búin að vera ömurleg í þrjár vikur. Ertu ekki að hlusta á mig Svavar? Ertu að horfa á krýninguna? Þetta er týpískt með alla menn sem ég tala við, þeir hlusta ekki á mig.“

Vill vekja fólk til meðvitundar

Sigga vill vekja fólk til meðvitundar um einkenni heilablóðfalls, hún segir það hafa tekið hana sólarhring að leita sér aðstoðar þar sem hún hélt hún væri með lágan blóðþrýsting.

Hvað er heilablóðfall og hver eru byrjunareinkenni og afleiðingar heilablóðfalls?
(Tekið af hjartaheill.is)

Heilablóðfall eða heilaslag er afleiðing skyndilegrar og varanlegrar truflunar á blóðflæði til heilasvæða af völdum æðasjúkdóma. Blóðflæðitruflunin getur orsakast af stíflu í heilaslagæð af völdum blóðtappa (heiladrep) eða því að æð brestur og blæðir í heilavefinn (heilablæðing). Í báðum tilvikum líða heilafrumur, sem æðin nærir súrefnisskort, auk skorts á öðrum nauðsynlegum næringarefnum. Hluti heilafrumanna deyr, en starfsemi annarra raskast. Stundum koma einkenni um heilablóðfall einungis fram í stuttan tíma og er þá talað um skammvinna blóðþurrð í heila. Ýmsir sjúkdómar geta stuðlað að heilablóðfalli. Einkennin sem koma fram eru háð staðsetningu og stærð skemmdarinnar í heilanum.

Byrjunareinkenni og afleiðingar heilablóðfalls

  • Dofi, kraftminnkun eða lömun í annarri hlið líkamans. Einkennin geta verið bundin við handlegg, hönd, fótlegg eða náð yfir alla hliðina
  • Taltruflanir svo sem óskýrmæli, erfiðleikar við að finna rétt orð eða mynda setningar. Stundum skerðist skilningur á töluðu máli. Erfiðleikar við að lesa og skrifa geta einnig komið fram
  • Erfiðleikar við að borða og kyngja
  • Skert sjón í helmingi eða hluta sjónsviðs
  • Skortur á einbeitingu og minnistruflanir
  • Skyntruflanir, svo sem skert tíma- og afstöðuskyn
  • Grátgirni, trufluð tilfinningastjórnun og persónuleikabreytingar Verkstol, þ.e. skert geta til að framkvæma ýmsa hluti
  • Gaumstol, þ.e. menn vilja gleyma þeim líkamshelmingi sem er lamaður og nota hann ekki, jafnvel þótt þeir geti hreyft hann
  • Truflun á þvagstjórn

Mikilvægt er að leita aðstoðar sem fyrst og hefja læknismeðferð. Hringið í lækni, jafnvel þótt einkenni virðist vera að ganga til baka. Hringið á neyðarbíl í síma 112, ef einkenni fara versnandi. Byrjunareinkenni geta verið skyndilegur slæmur höfuðverkur, ógleði, uppköst eða skert meðvitund auk framangreindra atriða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Í gær

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“