fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Klikkaðar reglur úr Buckinghamhöll

Fókus
Laugardaginn 6. maí 2023 20:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska konungsfjölskyldan er ekki eins og fólk er flest. Um hana gilda ýmsar reglur sem við hin eigum kannski erfitt með að skilja. Þær byggja á hefðum, venjum, persónulegum smekk og að sjálfsögðu eru ýmsar reglur til að tryggja öryggi aðalsins. Eftirfarandi reglur voru fyrst teknar saman þegar Elísabet drottning og eiginmaður hennar Filippus voru enn á lífi, en nú þegar Karl er tekinn við verður fróðlegt að sjá hvort þessar reglur muni halda gildi sínu.

Mynd/Getty

AÐALDAMAN FYRST

Sú regla var við líði þegar Elísabet drottning og Filippus drottningarmaður voru á lífið að Filippus prins átti að ganga tveimur skrefum á eftir eiginkonu sinni því hún var drottning og æðri honum. Nú bíða Bretar líklega spenntir eftir því að sjá hvort Karl Bretakonungur muni láta eiginkonu sína, Kamillu drottningu, fylgja sömu reglu eða hvort hún fær að vera við hlið hans.

HATTAR FYRIR SEX

Konunarnar í konungsfjölskyldunni eiga að vera með hatta á almannafæri. Nema ef klukkan er orðin 18.00, þá er skipt yfir í kórónu, ef konurnar eru giftar.

Mynd/Getty

NEON-DROTTNING

Elísabet drottning klæddi sig í skæra liti. Það er ekki vegna þess að hún kaus það sjálf heldur svo að hún sjáist betur í margmenni.

SKILABOÐASKJÓÐA

Elísabet drottning sást sjaldan án handtösku. Hana notaði hún til að senda aðstoðarfólki sínu og öðrum skilaboð. Ef hún leggur töskuna á matarborðið var matartíminn á enda. Ef hún færði töskuna frá vinstri til hægri handar þá vildi hún að samræðum lyki. Ef hún lagði töskuna á gólfið þá var hún í leiðinlegu samtali og þurfti björgun. Nú verður fróðlegt að sjá hvort að Kamilla taki upp sömu skilaboðaskjóðu.

FYRST TIL HÆGRI, SVO TIL VINSTRI

Við formleg matarboð þurfti drottningin að byrja á því að spjalla við manneskjuna sem situr henni á hægri hönd. Þegar næsti réttur er borinn fram sneri hún sér að manneskjunni á vinstri hönd. Nú verður fróðlegt að sjá hvort að Karl Bretakonungur muni fara eftir sömu reglu.

RYKSUGAN EKKI Á FULLU

Það var bannað að ryksuga í Buckinghamhöll fyrir klukkan 10.00 á morgnana til að raska ekki svefnfriði konungsfjölskyldunnar, þegar Elísabet var á lífi. Nú mun væntanlega með tíð og tíma koma í ljós hvort að Karl verði jafn harður hvað varði svefn sinn.

KÁLHAUS

Það er bannað að nota gælunöfn yfir konungsmeðlimi, nema ef þú ert í þeirra innsta, innsta hring. Filippus prins kallaði drottninguna Cabbage sem á íslensku þýðir kálhaus á meðan aðrir kölluðu hana stundum Lilibet, en það var einmitt það gælunafn sem dóttir Harry Bretaprins og Meghan Markle fékk – Lilibet prinsessa.

ÓSÝNILEGIR STARFSMENN

Starfsmenn eiga helst ekki að sjást eða heyrast. Þeir eiga að blandast inn í bakgrunninn og láta lítið fara fyrir sér.

BANNAÐ AÐ SKAMMA

Það var bannað að aga corgi hunda drottningar og þeir höfði sinn eigin kokk sem eldaði fyrir þá frá grunni eftir gúrmet-matseðli.

Mynd/Getty

AÐSKILDIR Á FERÐALÖGUM

Karl Bretakonungur, Vilhjálmur prins og elsti sonur hans, Georg, mega ekki ferðast saman. Þeir eru nefnilega konugur og svo arftakar krúnunnar og gæta þarf þess að þeir farist ekki samtímis.

Mynd/Getty

EKKI SNÚA BAKI Í DROTTNINGU

Þegar drottningin stóð, þá stóði aðrir líka og ekki mátti snúa baki í drottninguna heldur sneri hún baki í þig. Líklega mun það sama gilda um Karl nú þegar hann er tekinn við krúnunni.

BANNAÐ AÐ KEPPA

Spilið Monopoly var sagt bannað í höllinni. Það olli víst illindum. Eins var bannað að vinna drottninguna í látbragðsleik. Hún tók því víst illa að sögn barnabarns hennar, Harrýs prins. Kannski mun Monopoly aftur vera leyfilegt þó núna eftir að drottningin féll frá.

SVÖRTU FÖTIN MEÐ

Konungsfjölskyldan má ekki ferðast án þess að taka með sér sorgarklæðnað.

Mynd/Getty

ENGA MATAREITRUN, TAKK

Konungsfjölskyldan má ekki borða skelfisk. Skelfiskur er líklegur til að valda eitrun eða ofnæmisviðbrögðum og þá áhættu tekur kóngafólkið ekki.

MATURINN BÚINN

Þegar konungurnn er búin að borða þá eru allir búnir að borða. Það væri gífurlegur dónaskapur að fá sér bita eftir að konungurinn er búinn.

BARA EF ÞAÐ ER BRESKT

Konungurinn má ekki setjast í hásæti sem er ekki breskt. Ekki einu sinni sjálft járnhásætið úr þáttunum Game of Thrones.

Mynd/Getty

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir valdeflandi að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk

Ragnhildur segir valdeflandi að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið