fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Fókus

Fimmtán metra slanga stökk upp og reyndi að glefsa í þyrlu – Hvaða kvikindi náði ofurstinn mynd af í Kongó?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 4. maí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1959 þjónaði Remy Van Lierde sem ofursti í belgíska flughernum á Kamina flugstöðinni í Kongó sem þá var hernumið af Belgíu. 

Hann var að koma úr eftirlitsflugi á þyrlu um Katanga héraði í Lýðveldinu Kongó, þegar hann steig út, náfölur í framan.  

Remy Van Lierde

Hann hafði verið að fljúga yfir frumskóginn þegar hann taldi sig sjá eitthvað sem líktist slöngu. En engri venjulegri slöngu. Hann snéri við og lækkaði flugið og trúði ekki því sem hann sá. 

Hann sagði slönguna hafa verið um 15 metra langa með 3×2 metra þríhyrningslaga höfuð, með dökkbrúnt og grænt hreistur en hvíta á maga. 

Ef mat Van Lierde er rétt er um að ræða stærstu slöngu sem nokkurn tíma er vitað er til að hafi sést og enn er deilt um nákvæmlega hvaða skepna það var sem Van Lierde sá. 

Jafnvel þótt hann hafi náð ljósmynd. 

En það sem hræddi Van Lierde upp úr skónun var að þegar að þyrlan lækkaði flugið stökk kvikindið heila þrjá metra upp í loftið og reyndi að grípa með kjaftinum utan um neðsta hluta þyrlunnar. 

Það sýndi algjört óttaleysi dýrsins, sem augljóslega var vant að vera efst í fæðukeðjunni og hræddist akkúrat ekki neitt.

Lengsta snákategund heims, svo vitað er um, er Malayopython reticulatus,  sem er um sex og hálfur metri að lengd að meðaltali. Þó hefur fundist eintak sem var 9,6 metrar. En Malayopython reticulatus á heimkynni sín í Suðaustur-Asíu og hefur aldrei sést í Afríku. 

Þær eru einnig í stærri kantinum, kyrkjuslöngurnar í suðurhluta Asíu.

Litasamsetningin benti til að um anakondu hafi verið að ræða en útilokað er að þær nái slíkri lengd.

Slangan, eða nánar tiltekið afkomendur hennar, hafa ekki sést aftur að talið er, hvað á náðst á ljósmynd. 

Það eru einna helst tvær tillögur á lofti um hvað Van Lierde sá þennan dag. Sú fyrsta er að um hafi verið að ræða afríska kyrkislöngu sem af einhverjum ástæðum, ef til vill genagalla, hafði náð þessum gríðarlega vexti. 

 

Hin er sú að um sé að um sé að ræða tegund sem enn er alls óþekkt, í það minnsta íbúum utan Kongó. Hún gæti jafnvel verið beinn afkomandi

Áætluð stærð á hinn 60 milljón ára gömlu Gigantophis slöngu.

 slöngunnar sem var uppi fyrir 60 milljónum ára og var að svipaðri stærð, samkvæmt steingervingum sem fundist hafa. 

En enn velta áhugamenn um slík kvikindi fyrir sér hinni risavöxnu Kongó slöngu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Í gær

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók
Fókus
Fyrir 5 dögum

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk