MTK, eða MuffinTopKiller, er íslenskt fyrirtæki sem framleiðir kvenfatnað. Fyrirtækið var stofnað árið 2012 af Theodóru Elísabetu Smáradóttur.
Camilla stofnaði fatafyrirtækið CamyCollections í fyrra og naut fatalínan Gyðjan mikilla vinsælda. Nú tekur við nýtt ævintýri hjá Camillu sem greinir frá tíðindunum á Instagram.
„Með stolti kynni ég mig inn sem annan eiganda MTK.
MTK er fatamerki sem ég hef lengi dást af, verslað og stutt við.
Ég hef dáðst af Theodóru meðeiganda mínum í hönnun og rekstri MTK í gegnum tíðina svo ég er afar spennt fyrir því að koma að rekstri merkisins með henni. @mtk_shapewear sérhæfir sig í fatnaði sem styður við, gefur þægindi innan klæða sem og utan, 360° simply leggings og body shaper buxurnar sem við vitum öll að hefur verið ómissandi í fataskápinn minn í gegnum tíðina.
Allt eru þetta vörur sem styðja við fatnaðinn hjá @camycollections og allt sem er framundan hjá henni líka því þykir mér afar spennandi að fá að koma að því að reka MTK samhliða Camy og gera eitt stórt fataskápapartý úr þessu öllu saman.“
Það verður opnunarteiti MTK á morgun, fimmtudag, í verslun þeirra í Hlíðasmára 4 frá 18:00 til 20:00.
„Þar sem við skálum saman fyrir öllum stóru skrefunum, lyftum hvorri annarri upp & bjóðum uppá 20% afslátt af öllu MTK,“ segir hún.
View this post on Instagram