Björn Bragi Arnarsson, skemmtikraftur og athafnamaður, hefur fest kaup á einbýlishúsi við Nesbala á Seltjarnarnesi. Vísir greinir frá.
Húsið er byggt árið 1971, 163,9 fm og skiptist meðal annars í forstofu, eldhús, borðstofu, stofu, og baðherbergi.
Fyrirtæki Björns Braga, Bananalýðveldið, hagnaðist um 82 milljónir á síðasta ári. Útgáfufélagið Fullt tungl hefur meðal annars gefið út spurningaspilið Kviss og bókina Fjárfestingar frá Fortuna Invest. Viðskiptablaðið greindi frá því í fyrra að tekjur Fulls tungls hafi numið 128 milljónum. Björn Bragi kemur einnig að rekstri mathallanna Borg29 í Borgartúni og Veru Grósku í Vatnsmýri.