fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Sagði skilið við The Late Late Show og afhjúpaði raunverulegu ástæðuna fyrir brotthvarfinu

Fókus
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spjallþáttastjórnandinn og leikarinn James Corden hefur stýrt þættinum The Late Late Show í síðasta skiptið. Hann viðurkenndi að honum hafi aldrei liði eins og honum líður núna og greindi frá raunverulegu ástæðu þess að hann sagði skilið við þáttinn.

James veitti Radio 2 viðtal kvöldið sem síðasti þátturinn fór í loftið þar sem hann fór yfir það hvernig þessi kaflaskipti væru að leggjast í hann.

„Þetta eru furðulegar tilfinningar. Mér hefur ekki liðið svona áður,“ sagði Corden og lýsti því að hann hafi vissulega áður verið lengi í einu hlutverki en hann hafi verið í 8 ár í The Late Late Show og tekið upp tólf hundruð þætti.

Corden rakti það svo hvers vegna hann hafi tekið þessa ákvörðun, og viðurkenndi að hann ætlaði sér ekki að verja þessum síðasta degi sínum í að grenja heldur frekar horfa yfir farinn veg og njóta ferðalagsins sem væri senn að taka enda.

„Við ætlum að hverfa á braut með sprengju, síðustu þættir sem við höfum gert voru frábærir og andrúmsloftið á tökustað hefur verið æðislegt, við höfum fengið nokkra gífurlega fræga gesti til að gera hluti og þátturinn á morgun verður frábær. Ég vil njóta og ekki verja deginum í að gráta. Ég vil finna fyrir stolti og þakklæti fyrir þetta allt.“

Corden segir að hann hafi verið efins þegar hann tók fyrst við starfinu að Bandaríkjamenn myndu sætta sig við að  hafa einhvern Breta í sjónvörpum sínum. Þetta hafi þó reynst ástæðulaus ótti og var honum gífurlega vel tekið.

Hann sagði að þetta hefði verið frábært starf og góð reynsla en það sem hafi gert útslagið hjá honum séu börnin hans. Þau séu að vaxa úr grasi og hafi undanfarin ár búið með  honum í Bandaríkjunum. Stórfjölskylda þeirra sé þó í Bretlandi og vill Corden að þau nái að verja tíma með sínum nánustu áður en börnin flytja að heiman. Hann og fjölskylda hans eru nú þegar að undirbúa flutninga aftur heim til Bretlands. Leikarinn segist ekki viss um hvað taki við hjá honum en það sé líka spennandi. Líklega muni hann taka því rólega fyrst um sinn eftir ævintýraleg árin í Bandaríkjunum. Líf hans hafi breyst til frambúðar eftir þetta tækifæri og skilur hann sáttur og sæll við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?