Á morgun hefur hún ellefu ára afplánun í fangelsi. Hún var dæmd fyrir svik eftir að hafa ranglega haldið því fram að tækni, sem fyrirtæki hennar Theranos hannaði, gæti keyrt læknispróf einstaklings með einum blóðdropa.
Sjá einnig: Ris og fall Elizabeth Holmes
Elizabeth, 39 ára, á tvö börn með eiginmanni sínum, milljónamæringnum Billy Evans. Soninn William sem er tveggja ára, og dóttur sem fæddist í febrúar. Hún fékk nafnið Invicta.
Í mars óskaði hún eftir því að fá að sleppa við fangelsisvist meðan máli hennar er áfrýjað og sögðu lögmenn hennar að það væri ekki hætta á að hún myndi flýja land. Þeirri beiðni var hafnað.
Börn Elizabeth verða því ellefu ára og þrettán ára þegar hún lýkur afplánun.
Sjá einnig: Elizabeth Holmes fæðir annað barn sitt – Biðst undan fangelsisvist
DailyMail greinir frá því að Theranos-stofnandinn sé að eyða öllum sínum tíma með fjölskyldunni og birtir nokkrar myndir.