fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

„Markmiðið er að niðurlægja, ganga fram af og vanvirða þarfir þínar og vilja þinn“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 19. apríl 2023 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Aðeins um þá fáránlegu hefð að meiða og niðurlægja vin sinn sem er að fara að gifta sig. Arfleifð skaðlegrar karlmennsku virðist lifa góðu lífi í steggjunum miðað við skilaboð sem ég hef verið að fá.

Legg til að vinahópar sem eru að skipuleggja steggjanir leggi metnað í ánægjulegar og skemmtilegar steggjanir. Og sýni í alvöru hversu dýrmæt vináttan er og hversu vænt ykkur þykir um vin ykkar sem er að fara að gifta sig,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í færslu á Facebook-síðu Karlmennskunnar.

Rifjar hann um þegar hans vinahópur steggjaði vin fyrir tuttugu árum og hugsuðu hvernig væri hægt að koma honum á óvart, gert hann skelkaðan og helst gengið fram af honum. „Gert hann hræddan, gert hann að athlægi fyrir framan fjölmenni og annað með tilgang að niðurlægja. En auðvitað allt í umhyggju. Eða það héldum við.“

Þorsteinn segir þessa arfleifð lifa enn og hann fái reglulega skilaboð frá strákum eða mökum þeirra sem eru stressaðir fyrir steggjun sinni, stressaðir yfir hvað vinir þeirra muni láta sig gera, en þora auðvitað ekki að láta vinina vita eða vinirnir taka ekki mark á því.

Spyr hann hversu öfugsnúin slík vinátta sé. „Að vegna þess að þú ert að fara að gifta þig, fagna ástinni með ástvinum, þá ætla vinirnir að verja með þér heilum degi eða helgi og markmiðið er að niðurlægja, ganga fram af og vanvirða þarfir þínar og vilja þinn. Gjörsamlega galin arfleifð skaðlegrar karlmennsku.“

Skorar Þorsteinn á alla þá sem eru að skipuleggja steggjun að rjúfa þessa ömurlegu hefð og skipuleggja dag sem raunverulega endurspeglar hlýjan hug og væntumþykjuna sem karlmenn bera til vinar þeirra. „Ef hann fílar að láta dúndra í sig paintball kúlum og gera sig að fífli, gerið það þá. En líklega vill hann bara verja með vinum sínum góðri stundu og gera eitthvað skemmtilegt saman. Ekki láta meiða sig og niðurlægja.
Og plús ef þið ætlið að flippa veriði þá aðeins meira flippaðir og frumlegir en svo að klæða stegginn í kvenfetnað af því kvenlegir karlmenn eru svo mikið grín og skaðlega karlmennskan ykkar svo djúpt mótuð kvenfyrirlitningu.“

Þorsteinn óskar að lokum væntanlegum brúðgumum til hamingju og segir að vonandi auðnist þeim að eiga betri vini en svo að þeir vilji meiða viðkomandi og niðurlægja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Í gær

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“