Guðmundur Birkir Pálmason kíróparaktor, Gummi kíró, birti myndir af sér á Instagram þar sem hann situr fyrir á nærbuxunum einum klæða.
Helgi Ómarsson ljósmyndari og stílisti tók myndirnar í Tower Suites við Höfðatorg í Reykjavík. Gummi taggar Autumn Clothing Rvk í myndirnar og staðfestir hann við blaðamann að myndatakan hafi verið fyrir nýja herralínu sem hann er að setja á markað.
„Þetta verður herralína og verður vonandi komið á markað eftir 4-6 vikur. Þetta verður lífsstílslína og ég byrja á nærfötum, 95% Organic cotton og 5% spandex nærbuxur með hárri teygju. Nákvæmlega eins og ég vil hafa þær,“ segir Gummi, sem er í toppformi eins og sjá á myndunum.
View this post on Instagram
Gummi tók mataræðið í gegn fyrir myndatökuna, skar út kolvetni, æfði tvisvar á dag og fór í vatnslosun þremur dögum fyrir, sem hann segir ekki hafa verið auðvelt enda mikill matgæðingur.
„Ég er svo mikill matgæðingur og elska kolvetni. Ég elska allt sem er með höfrum og kartöflur, ég mátti ekki snerta þær. Svo mátti ég ekki drekka gott vín, það var hræðilegt.“