fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Hafdís Björg um áreitið, kjaftasögurnar og áhrifin á heilsuna – „Sögusagnir verða alltaf eins og hvísluleikur“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 17. apríl 2023 15:00

Hafdís Björg Kristjánsdóttir Mynd: Anna María Írisardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haf­dís Björg Kristjáns­dótt­ir, fitnessdrottning og eigandi líkamsmeðferðarstofunnar Virago, hyggst taka sér frí frá áreiti og stressi sem fylgt hefur síðustu vikum, áreiti sem hún segir í samtali við blaðamann að sé komið út í algjörar öfgar og farið að hafa áhrif á heilsu hennar.

„Eins yndislega gaman og það er að lifa með hálfa þjóðina á bakinu þá hefur mér aldrei tekist að venjast áreitinu sem því fylgir,“ segir Hafdís Björg sem hefur lengi verið í sviðsljósinu, bæði á sviðinu og samfélagsmiðlum. Hafdís Björg hefur keppt í fitness og unnið fjölmarga titla, þar á meðal er hún margfaldur Íslandsmeistari. Hún er einnig vinsæl á Instagram en þar er hún með tæpa 17 þúsund fylgjendur. 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Hafdís Björg (@hafdisbk)

„Síðustu vikur hafa verið pínu yfirþyrmandi bæði fyrir mig og fjölskylduna mína svo næstu dagar og jafnvel vikur fara í smá hvíld og uppbyggingu. Ég mun ekki svara neinum skilaboðum sama frá hverjum þau koma næstu daga og er það ekkert persónulegt, en ég mun kannski svara þeim þegar ég kem endurnærð til baka.“

Alþjóð fylgdist með Hafdísi Björg og fregnum af síðasta sambandi hennar, og einnig slitum þess. Hvernig hafa síðustu dagar/vikur verið hjá þér og þínum?

„Eins og ömurleg bíómynd“ held ég að lýsi því best. Það er ótrúlega erfitt að reyna að lifa eðlilegu lífi og fylgja eigin innsæi þegar allir eru að deila sínum skoðunum og drullu sama hvað ég geri. En ég hef aldrei upplifað annað eins og áreitið undanfarið og höfum við fjölskyldan reynt að forðast áreitið eins og hægt er, en það er erfitt þegar þetta er að koma úr öllum áttum,“ segir Hafdís Björg sem segir síðustu uppákomu hafa gert útslagið, þó hún hafi einnig verið fyndin svona eftir á að líta.

„Ég og Hafþór sonur minn skelltum okkur í Smáralind til þess að kaupa föt á hann, síðan stöndum við í rúllustiganum og ég sé að það liggur kona í gólfinu og ég segi svona við Hafþór: „Sjáðu það liggur kona í gólfinu.“  Hann lítur á konuna og svo segir hann: „Mamma þetta er amma! “ 

Mæðginin hlupu til móður Hafdísar Bjargar og hringdu á sjúkrabíl. Móðir hennar var síðan skoðuð á spítala og fékk að fara heim að því loknu í hvíld.

„Við fórum heim og ég er búin að eiga frekar erfitt með svefn og næringu síðustu daga svo mamma hafði það ekki í sér að vekja mig um nóttina vegna verkja. Ég fór á fætur klukkan sjö um morguninn og ætlaði að  stökkva í sturtu fyrir vinnu en leið út af, mamma bankaði á hurðina og þá er ég að reyna að ná andanum og ræða við hana og eina sem hún segir er; „Jesús minn ég held að ég sé skárri kosturinn að keyra okkur upp á spítala.“

Mæðgur saman á bráðamóttöku

Mæðgurnar mættu síðan saman á bráðamóttökuna. „Þegar verið er að skrá mig inn er ég spurð um nánasta aðstandanda og ég bendi á mömmu. Svo er verið að skrá hana inn og hún spurð út í nánasta aðstandanda og hún segir: „Já þið voruð að leggja hana inn.“ Við dóum úr hlátri því þessar aðstæður voru svo súrealískar. Svo lágum við inni saman og gerðum bara smá grín að þessu öllu saman. Við erum núna áfram í rannsóknum en ég er alveg handviss að þetta sé bara vegna álags.“

Hafdís Björg segist ávallt hafa átt erfitt með að gera mistök og alltaf lagt mikinn metnað í allt sem hún tekur sér fyrir hendur: „Svo pressan með að allir séu að fylgjast með eða bíða eftir að maður taki einhver feilspor svo hægt sé að rakka mann meira niður er ekkert voðalega góð tilfinning,“ segir Hafdís Björg.

„Það er líka mjög leiðinlegt að upplifa að ef ég væri í neyslu eða einhverju rugli eins og sumir vilja halda fram að fólk stökkvi þá ekki til og rétti fram hjálparhönd frekar en að rífa mig ennþá lengra niður. Ég hef verið til staðar fyrir ansi marga í gegnum alls konar skít en svo má ég ekki gera ein einustu mistök því það er ætlast til þess að ég geri þau ekki. En ég er mannleg, með bullandi ADHD og kvíða þannig að ég geri mistök eins og aðrir og mistökin mín verða alltaf til staðar, eins og hjá öðrum.“

Synirnir spurðir hvort hún sé í neyslu

Hafdís Björg segir áreitið einnig hafa áhrif á syni hennar, en hún á fimm stráka á aldrinum fjögurra til 18 ára. Hafa eldri synirnir verið spurðir út í móður þeirra.

„Strákarnir mínir hafa verið spurðir hvort ég sé í neyslu af fólki í kringum okkur sem hefur haft áhyggjur af heimilisaðstæðum eftir fréttasprengjurnar síðustu daga og ég varð svo sár og reið að vita af því svo ég tók u-beygju út í apótek eftir það símtal og keypti fíkniefnatest sem ég hef aldrei á ævinni tekið áður, bara til þess að sýna og sanna það að ég hef aldrei verið í og er ekki í fíkniefnum,“ segir Hafdís Björg. 

„Ég hef alveg heyrt sögur og alls konar skít um mig úr öllum áttum sem ég hef ekki tekið inn á mig, en þegar ég fæ að heyra að þetta séu spurningarnar og að strákarnir mínir séu teknir til hliðar til þess að ræða þessa hluti án minnar vitundar þá brýtur það gjörsamlega í mér mömmuhjartað því eina markmiðið hjá mér er að ala drengina mína upp við öryggi og ást svo þeir verði að þeim mönnum sem þeir stefna á að vera.“

Hafdís Björg segir að hver einn mætti líta í eigin barn og dæma ekki aðra út frá hlutum sem þeir vita ekkert um og kjaftasögum.

„Ég hef alltaf vanið mig á að dæma ekki aðra út frá því sem ég heyri því ég myndi aldrei vilja að aðrir væru að dæma mig út frá því sem þeir heyra. Sögusagnir verða alltaf eins og hvísluleikur, fólk heyrir eitthvað, kryddar það og deilir því svo áfram í næsta mann og þannig heldur það áfram þar til enginn veit í raun og veru hver sannleikurinn er. Fólk segir að það sé minn galli að trúa því besta upp á aðra, en guð minn góður hvað ég held að heimurinn væri betri ef fleiri myndu taka það til sín og hætta að dæma aðra út frá kjaftasögum, og elska að hata aðra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?