fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fókus

Guðrún Ósk segir leigusala hafa eyðilagt draumaferð á Tenerife – „Sveik heila fjölskyldu“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. apríl 2023 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Ósk skipulagði draumafríið fyrir sig og fjölskylduna til Tenerife. Pantaði hún íbúð í gegnum Booking.com, en íbúðin sem leit út fyrir að vera hrein og falleg reyndist algjör hörmung.

„Við pöntuðum flug og gistingu á sama tíma í gegnum Booking.com. Allt leit rosalega vel út og myndirnar, og sýndu að þetta væri toppþjónusta. Og við bara treystum því. Leigusalinn fær 8,5 í einkunn (e. reviews),“ segir Guðrún Ósk, sem er úti í tíu daga ferð með börnin sín þrjú, þriggja, tíu og 12 ára, systur sinni og hennar barni sem er fimm mánaða, og móður sinni.

Hún segir þær hafa gleymt að lesa yfir lýsingar þeirra sem gáfu einkunn og þegar þær gerðu það þá voru þau bara fimm talsins.

Svona leit íbúðin út á myndum á Booking.com: 

„Við flugum út 8. apríl og mættum seint um kvöldið á svæðið með mjög þreytt börn, sonur minn þriggja ára þolir lítið áreiti, hin börnin þreytt og við fullorðna fólkið líka. Allt gekk rosalega vel þangað til við gengum inn í íbúðina og það var ekkert eins og það er á myndunum. Ég veit ekki af hvaða íbúð myndirnar voru sem voru á Booking.com, en það var allavega ekki íbúðin sem við vorum í. Við fengum algert sjokk,“ segir Guðrún Ósk,

„Það voru gaskútar á gólfinu, sonur minn þorði ekki upp á efri hæðina þar sem svefnrýmið var, það var harður og brotinn svefnsófi, þegar dóttir mín settist í hann fann hún gorm stingast í sig. Það var líka ógeðsleg lykt inni í íbúðinni og stelpurnar voru bara hræddar. Leigusalinn auglýsir íbúðina bæði sem hljóðeinangraða (e. soundproof) og örugga fyrir börn (e. childsafety), en við heyrðum partý eins og það væri bara inni í íbúðinni.Við báðum um barnarúm, það fylgdi ekki með, það var ekki kaffivél eða wifi eins og stendur í lýsingunni. Stigarnir voru hættulegir. Það stóðst ekki neitt eins og lofað var í lýsingunni á íbúðinni.“

Hér eru myndir sem Guðrún Ósk tók af íbúðinni og eins og sjá má þá lítur hún ekkert út eins og myndirnar á Booking.com bentu til, fleiri myndir má sjá neðst í greininni:

Fjölskyldan yfirgaf íbúðina með allan farangurinn og fór að leita að nýrri gistingu. „Við fundum hótel rétt hjá sem við gistum á eina nótt. Við vorum að labba þar yfir á miðnætti með allan farangurinn. Við sendum strax tölvupóst á leigusala íbúðarinnar og afpöntuðum gistinguna, við skiluðum strax lyklunum,“ segir Guðrún Ósk.

Leigusalinn neitar endurgreiðslu

Hún segir leigusalann ekki hafa tekið vel í beiðni um endurgreiðslu á gistingunni. „Leigusalinn neitar að endurgreiða okkur. Við erum bara að berjast fyrir að fá tilbaka þessar 291.000 kr. sem þessi gisting kostaði. Leigusalinn snýr út úr öllu sem við sendum henni eða neitar að svara því sem við biðjum um. Hún hefur boðist til að endurgreiða 300 evrur [tæpar 45.000 íslenskar krónur], en ég sætti mig ekki við að missa 291 þúsund krónur vegna manneskju sem sveik heila fjölskyldu, ég er bara ekki þannig gerð,“ segir Guðrún Ósk, sem er búin að senda á Landsbankann beiðni um að afturkalla greiðsluna fyrir íbúðina.

Fjölskyldan er þó ánægð með gistinguna á hótelinu og íbúðina sem hún gistir í núna.„Hótelið var frábært og við fengum góðar móttökur þar. Við fengum aðra íbúð á Airbnb í Los Christianos sem kostaði 147.000 kr. Við borguðum 175.000 kr. fyrir eina nótt í gistingu á hótelinu,“ segir Guðrún Ósk og segir því verðið fyrir fyrri íbúðina eiginlega ótrúlegt þar sem sú íbúð er lengst norður á eyjunni.

„Við höfum haft það mjög gott og líður mjög vel hér í Los Christianos. Leigusalinn sem við römbuðum óvart á þegar við vorum að leita okkur að nýrri gistingu er bara búinn að vera dásamlegur. Ég sagði honum frá í hverju við hefðum lent, en það kom samt ekkert verðinu hjá honum við, hann er bara ódýr og sanngjarn. Okkur líður bara vel hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kvartaði undan verðlagi á kaffihúsi í Reykjavík og fékk að heyra það – „Ótrúlegt að borga fyrir þetta og væla svo“

Kvartaði undan verðlagi á kaffihúsi í Reykjavík og fékk að heyra það – „Ótrúlegt að borga fyrir þetta og væla svo“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þriggja hæða einbýlishús með einstökum bakgarði á 298 milljónir

Þriggja hæða einbýlishús með einstökum bakgarði á 298 milljónir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý spáir fyrir Katrínu Jakobsdóttur – „Hún á eftir að vinna eitthvað á bak við tjöldin hér heima“

Ellý spáir fyrir Katrínu Jakobsdóttur – „Hún á eftir að vinna eitthvað á bak við tjöldin hér heima“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vigfús Bjarni þakklátur fyrir lífið eftir hjartaáfall – „Maður gerir sitt besta til að vera í æðruleysi“

Vigfús Bjarni þakklátur fyrir lífið eftir hjartaáfall – „Maður gerir sitt besta til að vera í æðruleysi“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þau hættu saman árið 2024

Þau hættu saman árið 2024
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stigavélaæfingin sem stelpurnar elska – Hafa séð ótrúlegan árangur

Stigavélaæfingin sem stelpurnar elska – Hafa séð ótrúlegan árangur