Bar kampavínsklúbbsins Goldfinger er nú auglýstur til sölu í Brask og brall hópnum á Facebook fyrir sléttar 100.000 kr. eða tilboð.
Þorgeir Magnússon auglýsir barinn til sölu og óskar hann eftir tilboði, sá sem kaupir barinn þarf síðan að koma og fjarlægja barinn sjálfur.
Kampavínsklúbburinn Goldfinger sem opnaði í desember 1999 lokaði dyrum sínum 24. nóvember 2018, lauk þar með 19 ára sögu staðarins. Ásgeir Þór Davíðsson, eða Geiri í Goldfinger eins og hann var best þekktur, opnaði staðinn upprunalega. Eftir andlát Ásgeirs árið 2012 keypti kona hans, Jaroslava Davíðsson, staðinn úr dánarbúi Ásgeirs og rak hann til ársins 2018. Staðurinn var síðan seldur í byrjun árs 2019.