fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fókus

Faðir Kristmundar var dæmdur fyrir morð – „Það vissu allir hver pabbi minn var“

Fókus
Þriðjudaginn 4. apríl 2023 11:15

Kristmundur Axel. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Kristmundur Axel Kristmundsson opnaði sig um erfiða æsku og fíknivanda föður síns í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Faðir Kristmundar, Kristmundur Sigurðsson, var dæmdur fyrir morð árið 1976 og sat í fangelsi í tólf ár.

„Pabbi sat inni fyrir að verða manni að bana, og bróðir minn líka fyrir sama glæp, og ég er svolítið alinn upp í einhverju svona,“ segir hann og bætir við að þetta hafi alltaf verið hangandi yfir honum.

„Það vissu allir hver pabbi minn var, það vissu allir hver bróðir minn var og hver systir mín var.“ Bróðir hans var dæmdur fyrir morð árið 2006.

Kristmundur tók ákvörðun um að leita ekki að upplýsingum um föður sinn á netinu og lesa ekki dóminn sem faðir hans hlaut, heldur halda í þá minningu sem hann hefur af föður sínum.

Sprautunálar í böngsum

Kristmundur segir að hann hafi verið alinn upp á „frekar brotnu heimili […] af tveimur veikum fíklum“ en að heimilisaðstæðurnar hafi gert hann að þeim manni sem hann er í dag. Faðir hans féll þegar Kristmundur var fjórtán ára gamall.

„Þegar pabbi datt í það þá hrundi allt,“ segir hann og rifjar upp þegar hann kom heim þremur vikum eftir að faðir hans féll.

„Ég fór inn í herbergið mitt og þá voru bara sprautunálar í böngsunum mínum og herbergið mitt orðið eitthvað neyslusvæði. Ég varð svolítið reiður þegar ég sá það,“ segir Kristmundur.

Faðir Kristmundar varð edrú árið 2010 en féll aftur árið 2017 og lést skömmu síðar úr ofneyslu. Rapparinn segir að þetta hafi verið mjög erfiður tími en það birti til í veröld hans eftir að dóttir hans fæddist árið 2018. Hann segir hana hafa bjargað lífi sínu.

Horfðu á innslagið hér að neðan.

Kristmundur vakti fyrst athygli árið 2010 þegar hann sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna ásamt Júlí Heiðari með lagið Komdu til baka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt