Það mætti segja að internetið hafi farið á hliðina þegar myndband af breska söngvaranum Harry Styles og bandarísku fyrirsætunni Emily Ratajkowski kyssast fór á dreifingu.
— Pop Base (@PopBase) March 26, 2023
Harry var í sambandi með leikkonunni og leikstjóranum Oliviu Wilde í tvö ár áður en leiðir þeirra skildu í nóvember í fyrra.
Olivia og Emily eru vinkonur og hafa verið það í árabil. Þær sátu meðal annars saman á tónleikum Harry Styles í fyrra.
@samanthasiegel her and oliviia must have beef now😮 #foryoupage #foryou #fyp #harrystyles #loveontourparis #loveontour #loveontour2022 #paris #emilyratajkowski #oliviawilde ♬ As It Was – Harry Styles
Fyrir nokkrum vikum saman voru Olivia og Emily saman í Vanity Fair partýinu eftir Óskarinn, þann 12. mars síðastliðinn.
Heimildir PageSix herma að Emily hafi grátbeðið Olivu um að fyrirgefa sér og sé miður sín.
„[Olivia] heldur sig í fjarlægð frá þessu og ætlar ekki að spá í þessu. Hún er að einbeita sér að börnunum sínum og vinnunni. Hún vill ekkert með þetta rugl hafa,“ sagði heimildarmaðurinn um Oliviu.