Leikkonan og athafnakonan Gwyneth Paltrow hefur verið höfð að háði og spotti á samfélagsmiðlum undanfarið eftir að ummæli sem hún lét falla í dómsal á dögunum fóru sem endur í sinu um netheima.
Gwyneth var að gefa vitnaskýrslu fyrir dómi á föstudag í máli sem ellilífeyrisþegi höfðaði gegn henni vegna skíðaslyss sem átti sér stað árið 2016. Gwyneth hefur þó haldið því fram að það hafi verið gamli maðurinn sem olli slysinu en ekki hún.
Á föstudaginn greindi leikkonan frá því að fyrst hafi hún haldið að maðurinn væri að fara að brjóta gegn henni kynferðislega þegar hann rakst á hana í skíðabrekkunni.
Hún hafi heyrt undarlegt hljóð fyrir aftan sig og hún hafi í kjölfarið frosið og komist í uppnám þegar ellilífeyrisþeginn Terry Sanderson kom að henni aftan frá og ýtti skíðum sínum á milli fóta hennar.
„Ég var að skíða og tvö skíði komu milli skíðanna minna og þvinguðu fæturna mínar í sundur. Síðan þrýstist annar líkami upp að mér.“
Lögmaður Sanderson spurði hvers vegna Paltrow hafi haldið að um kynferðisofbeldi væri að ræða. Paltrow svaraði því til að hún hafi heyrt undarlegar stunur og fundið fyrir líkama sér sér og hafi verið að reyna að átta sig á aðstæðum. Þetta hafi verið fyrsta hugsun hennar á þessu augnabliki.
Lögmaður Sanderson spurði hana hvaða áhrif slysið hefði haft á hana og þá svaraði hún, þurr á manninn: „Við töpuðum hálfum degi af skíðum“
Þessi ummæli hafa vakið mikla athygli og hafa netverjar óspart hæðst að leikkonunni.
Nýlega bættist leikkonan Busy Philipps í hópinn en hún birti mynd af sér og vinkonu sinni á Instagram með textanum: „Við töpuðum hálfum degi af skíðum.“
I hate to tell you this but if you’re only hitting the slopes now you’ve missed a half day of skiing which is <checks notes> the worst thing that can happen to anyone pic.twitter.com/vjs0YknBbZ
— Mark Lewis (@marklewismd) March 26, 2023
texting all my friends “well … I lost half a day of skiing” next time any minor inconvenience befalls me
— Clara (@colormeloverly) March 25, 2023
He can earn more money—but Gwyneth will NEVER get back the half day of skiing she lost. So who’s really the bad person here???? pic.twitter.com/bAB5xpwib0
— Meech (@MediumSizeMeech) March 25, 2023
Gwyneth Paltrow after losing half a day of skiing pic.twitter.com/jiyY165Iag
— Adam (@adamgreattweet) March 26, 2023
stunning footage of protestors angry at the news of Gwyneth Paltrow’s irrevocably lost ‘half a day of skiing’ after a septuagenarian normie had the insolence to get in her regal way on the slopes pic.twitter.com/XkroiUOWc7
— John Paul Newman 🌻 (@johnpaul_newman) March 26, 2023
sir she lost half a day of skiing pic.twitter.com/lDIE0ccRJM
— Petra’s Father (@ChodeGuzzler500) March 27, 2023
Lawyer: You should NOT testify. That's a bad idea
Gwyneth: But I need to tell my side
Lawyer: Your side is irrelevant
Gwyneth: But I lost half a day of skiing
Lawyer: Well, in that case.— Alain Bo 🌻 (@agbinfo) March 25, 2023
My heart truly goes out to Gwyneth Paltrow who lost half a day of skiing.pic.twitter.com/4hUicknwc6
— Cooper Everywhere All At Once 🧑🏼💻 (@CooperCodes) March 26, 2023
Sanderson heldur því fram að slysið, sem hann segir að Paltrow hafi átt sök á, hafi valdið honum varanlegum heilaskaða, brotnum rifum og hafi leitt til skertra lífsgæða. Fer hann fram á rúmar 428 milljónir í bætur.
Paltrow hefur gagnstefnt Sanderson og segir hann bera sök á slysinu og fer fram á táknrænar bætur upp á 1 dollara sem og málskostnað sér að skaðlausu. Ummælin um tapaða hálfa daginn lét hún falla til að styðja við skaðabótakröfu sína.