Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi, segir engu máli skipta hvar fjölmiðla og baráttukonan Edda Falak hefur unnið. Það sem skipti máli er hvað hún hefur gert fyrir samfélagið og í femínískri baráttu.
Sóley skrifar í föstudagshugleiðingu á vefsíðu sinni:
„Edda hefur setið undir stöðugum, rætnum og ómálefnalegum árásum af hálfu feðraveldisins undanfarin misseri. Hún hefur verið uppnefnd og skrímslavædd, verið ótað og sótt til saka fyrir að veita þolendum möguleika á að segja sögur sínar.
Edda er’ann. Hún er femínistinn sem fjölmiðlar nota sem smellibrellu af því þeir vita að virk í athugasemdum nota hana til að fá útrás fyrir gremju sína og óöryggi. Það er nefnilega svo miklu einfaldara að ráðast að Eddu en að horfast í augu við óréttlætið sem hún er að afhjúpa í sínum daglegu störfum. Hún er andlit hugmyndafræði sem samfélagið skilur illa. Og það er ógeðslega erfitt.“
Sóley rifjar upp að bæði hún og Hildur Lilliendahl hafi verið í þessari stöðu. Þær hafi verið’ann í samfélagsumræðunni þegar þær voru áberandi í sinni femínísku baráttu á árum áður.
„Það er erfitt og kannski ómögulegt að útskýra, en uppnefnin og hótanirnar eru alls ekki það versta við að vera í þessari stöðu. Það er svo miklu verra þegar feðraveldið nýtir skilgreiningarvald sitt til að snúa út úr orðum okkar og gjörðum til að draga úr trúverðugleika okkar. Þegar dregin er upp mynd af okkur sem óheiðarlegum, illgjörnum eða ofstækisfullum til að viðhalda og ýkja andúðina gagnvart okkur.“
Árið 2010 hafi Sóley verið í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna. Það hafi verið á sama tíma og hún var’ann. Degi síðar hafi fjölmiðlar um fátt annað fjalla en að hún hafi svindlað sér í sætið og breytti þar engu um að öllum reglum hafi verið fylgt. Sóley hafi reynt að útskýra það en almenningur hafi ekki viljað heyra það. Hún hafi verið stimpluð svindlari í mörg ár í kjölfarið.
Staðreyndin sé sú að það sé auðvelt að tala illa um umdeildar konur og um málstað sem almenningur hafi lítinn skilning á. Lítið þurfi til að fólk trúi að þessari konur séu með eitthvað misjafnt á samviskunni og þurfi mikið til að leiðrétta slíkar ásakanir.
Nú sé það svo að Frosti Logason, sem Sóley nefnir þó ekki á nafn í pistli sínum, hafi dregið upp tveggja ára viðtal við Eddu og gert að stórmáli og sagt það afhjúpun. Í kjölfarið hafi ritstjórn Heimilarinnar séð sig knúna til að svara og biðjast afsökunar „þó afsökunin hafi því miður aðeins nært fyrirlitningu og hatur í athugasemdakerfum.“
„Við erum ekki lengra komin en svo að meintir gerendur hafa meira vald yfir mannorði femínískra aktívista en öll #metoo-hreyfingin yfir mannorði gerenda. Þeim dugar að þefa uppi prentvillu eða stöðumælasekt til að hatrið flæði um internetið. Þeir ríghalda í skilgreiningarvaldið á alvarleika glæpa og gera tilkall til svara og útskýringa á því sem þeim hentar, þegar þeim hentar.“
Edda Falak sé ekki ráðherra og hafi ekki hreyfingu á bak við sig. Hún sé ung kona og þó hún njóti stuðnings femínistanna í kringum sig þá standi hún ein.
„Vinnustaðurinn hennar hefur ekki einu sinni kjark til að hundsa hinn meinta geranda eða benda á óréttlætið sem árásir hans einkennast af.“
Sóley segir að sjálf hafi hún hvatt Eddu til að svara Frosta ekki. Reynslan hafi kennt henni að svör leiði bara af sér fleiri spurningar í svona málum og jafnvel harðari árásir.
Málið sé að starfsferill Eddu skipti engu mái.
„Hún getur vel hafa farið frjálslega með sannleikann einhvern tímann, rétt eins og við öll. Edda Falak er sterk, klár og hugrökk kona sem er að brjóta niður múra valdakerfisins. Ég ætla að standa með henni í þeirri vinnu og ég ætla að berjast gegn öllum tilraunum feðraveldisins til að draga úr trúverðugleika hennar og annarra kvenna sem leggja málstaðnum lið.“
Sóley hefur hvatt aðra til að biðjast afsökunar fyrir bresti sína og „stórglæpi“ áður en einhver karl ákveður að afhjúpa þau á YouTube. Afsökununum hefur rignt inn undir myllumerkinu #afsakið og má þar líta játningar um hin ýmsu mál. Fólk sem hefur ýkt hæfileika sína á ferilskrám, logið og stolið af vinnustöðum sínum eru dæmi um þá sem hafa játað og beðist afsökunar. En Sóley benti á í pistli sínum að líklega hafi flestir gerst sekir um það að fara frjálslega með sannleikann einhvern tímann á lífsleiðinni.
Komasoh krakkar, biðjist afsökunar strax áður en þið verðið afhjúpuð á Youtube. Ég stal penna af borgarfulltrúa Framsóknarflokksins árið 2007. Það voru mistök. #afsakið
— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) March 24, 2023
Að gefnu tilefni vill Krísulínan Sjomlar biðjast afsökunar á þeirri missögn sem fram kemur í þessu myndbandi, en farið var rangt með nafn skjólstæðingsins, sem heitir ekki Fróði. Beðist er velvirðingar á þessu. #afsakið pic.twitter.com/2jBiwDZalo
— Thordis Elva (@thordiselva) March 24, 2023
Ég hef aldrei nennt að horfa á heila star wars mynd með fulla einbeitingu en hef oft látið eins og mér finnist þær eitthvað merkilegar #afsakið
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) March 24, 2023
Á Facebook prófílnum mínum hefur frá upphafi staðið að sanskrít sé eitt af þeim tungumálum sem ég tala.
Það er augljóslega lygi og biðst ég afsökunar á þessari blekkingu. Ég mun skila inn leyfisbréfinu mínu sem grunn- og framhaldsskólakennari strax á mánudaginn#afsakið
— Siggeir F. Ævarsson (@siggeirslayer) March 24, 2023
Ég vil biðjast innilegrar afsökunnar. Ég hef oft þóst hafa séð vinsælar kvikmyndir því sem kvikmyndafræðimenntuð kona finnst mér oft erfitt að viðurkenna að ég hafi aldrei klárað Citizen Kane, #afsakið mig.
— Silja Björk (@siljabjorkk) March 24, 2023
Ég stal merki af salerni í Menntaskólanum í Kópavogi árið 2005 og hengdi það upp á baðherberginu heima. Ég ætti í raun ekki að hafa starfsleyfi sem sálfræðingur þar sem ég hlýt að vera ansi siðlaus og í raun hættuleg #afsakið
— Hulda Tölgyes (@hulda_tolgyes) March 24, 2023
Ég vil biðjast afsökunar á að hafa verið flokksbundin og kosið Sjálfstæðisflokkinn fyrir tvitugt. Veit að þetta lítur illa út fyrir baráttuna en þið eigið skilið að ég komi hreint fram #afsakið
— Hulda Hrund (@hulda_hrund) March 24, 2023
Ég biðst afsökunar á að hafa sagst hafa áhuga á sætum strákum þegar ég var 12 ára. Það var ekki satt en gæti verið dregið upp á yfirborðið síðar #afsakið pic.twitter.com/aLs4L300aR
— 🏳️🌈 Brynhildur Breiðholtsdóttir 🏳️🌈 (@BrynhildurYrsa) March 24, 2023
Ég laug í fjölmiðlum þegar ég talaði um eina nauðgunina mína, ég sagði að ég vissi ekki hver maðurinn væri en ég veit hver hann er, ég þekki systur hans og ég veit hvar hann vinnur 🙂 #afsakið
— Bríet Blær 🌬️ (@thvengur) March 24, 2023
Þegar ég hætti á RÚV tók ég með mér eina skeið merkta stofnuninni því ég á þaðan hlýjar minningar. Ég nota hana mest til að dreifa úr pizzusósu. #afsakið
— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) March 24, 2023
Þegar ég var krakki hélt ég einu sinni tombólu og sagðist vera safna fyrir Barnaspítala Hringsins en ég var bara að safna fyrir bland í poka 😔 #afsakið
— Svalafel (@svalalala) March 24, 2023
Í einhverju ADHD átaki var tekin mynd af mér og sett í blöðung sem var dreift í öll hús, þar stóð að ég væri doktorsnemi – var ekki og hef aldrei verið í doktorsnámi. Þetta var aldrei leiðrétt #afsakið
— Drífandi (@DrifaP) March 24, 2023
Um daginn birtist jákvæður dómur um bók eftir mig í fjölmiðli. Þar var sagt að ég hefði unnið Íslensku bókmenntaverðlaunin oftar en einu sinni.
Það er ekki satt, ég hef bara unnið einu sinni. En ég leiðrétti það ekki og blastaði dómnum bara á alla samfélagsmiðla.#afsakið
— Hildur Knútsdóttir (@hildurknuts) March 24, 2023
Jæja þá tel ég þörf á að biðja alla bandaríkjamenn afsökunar fyrir að hafa logið að landamæraverði við inngöngu til Bandaríkjanna. Ég var tvítug og laug að ég væri ekki með áfengi meðferðis í töskunni minni #afsakið
— Þórhildur Gyða (@torii_96) March 24, 2023
Sæl öll. Áður en jakkafatarannsóknaryoutuberinn uppljóstrar um þetta þá ætla ég að segja #afsakið – ég laug á vegabréfinu mínu. Ég er 159 ekki 160.
— Tanja Ísfjörð (@tanjaisfjord) March 24, 2023
Þegar ég var í grunnskóla laug ég að ég ætti kærasta fyrir austan sem héti Jökull #afsakið
— 🇵🇸 🇺🇦 Tinna, öfgafemínisti 💥 (@tinnaharalds) March 24, 2023
Á ferilskránni minni er ég með grunnkunnáttu í dönsku en hið rétta er að ég er bara með hefðbundið íslenskt stúdentspróf í dönsku. Semsagt kann ekkert í dönsku. #afsakið
— ÁstríðurPétursdóttir (@stridarokk) March 24, 2023
Ég vil bara biðjast afsökunar á því að þegar ég segi heyrðu mamma er að hringja í miðju símtali þá er enginn að hringja mig langar bara ekki að tala lengur í símann. #afsakið
— Helga Ben (@Helgabenben) March 24, 2023
Góðan dag. Ég vildi bara segja #afsakið áður en ég verð afhjúpuð í podkasti en ég var rukkuð of lítið í apótekinu í Leifsstöð um daginn, tók eftir því áður en ég fór í loftið en fór samt ekki tilbaka til að bjóðast til að borga fyrir mini-sjampóið.
— HilPARODYdur ♀ 🇵🇸 🇺🇦 (@hillldur) March 24, 2023
Ég hef alltaf sagt það hafi verið geggjað gaman að fluffast hjá wow. Það er bara hálfur sannleikur #afsakið Hinn helmingurinn var martröð. Kynferðisleg áreitni flugmanna og alger diss og niðurlæging yfirkvenna og eiganda í kjölfar kvörtunar sem ég var hvött til að leggja fram.
— Andrea Eyland (@kviknar) March 24, 2023
Áður en ég verð afhjúpuð þá vill ég segja að ég laug því í viðtali að ég ætti “börn” árið 2019. Ég mismælti mig og sagði “börnin” í stað “barn” og fannst svo ógeðslega vandræðalegt að leiðrétta það í miðju viðtali að ég hélt bara áfram að tala eins og ég ætti mörg börn. #afsakið
— Ásta Marteins (@astamarteins1) March 24, 2023
Èg hef aldrei skilað starfsmanna fatnaði #afsakið
— Katrín Kristjana 🇺🇦 (@KatrinKristjana) March 24, 2023