fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fókus

Gátan um Cindy sem var ofsótt af eltihrelli í sjö ár og dó hræðilegum dauðdaga – En hvað var satt og hverju var logið?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 24. mars 2023 20:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman þurfi Cindy James að þola hótanir, áreitni og árásir frá dularfullum aðila. Eða aðilum. Eða hvað?

Saga Cindy er makalaus, líkust kvikmynd. Cindy þurfti að þola gegndarlausar árásir sem gerðu líf hennar óbærilegt til fleiri ára.

Cindy hafði samband við lögreglu rúmlega 100 sinnum á þessu tímabili. Kvartanir hennar snérust um eignaspjöll, hótunarbréf, innbrot, íkveikju og líkamsárásir. 

Lögregla ráðalaus

Lögregla var ráðalaus. Hver stóð að baki árásunum á Cindy? Var henni yfirleitt hótað og á hana ráðist? Eða var um uppspuna að ræða? 

Stærsta spurningin er þó alltaf sú hver var valdur að skelfilegum dauðdaga Cindy eftir nákvæmlega sex ára og fjögurra mánaða ofsóknir. 

Eða var kannski ekki um ofsóknir að ræða?

 

Cindy nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur

Eðlilegt líf í 16 ár

Cindy James fæddist árið 1944 í Kanada, ein sex barna yfirmanns í hernum og konu hans, sem var heimavinnandi húsmóðir. 

Hún fór í nám í hjúkrun og meðan á náminu stóð kynntist hún lækni að nafni Roy Makepeace, sem var næstum 20 árum eldri en hún. Cindy útskrifaðist árið 1966 og fimm mánuðum síðar giftist hún Makepeace.

Líf Cindy virtist draumi líkast næstu 16 árin. Hún starfaði á stofnum sem sinnti börnum með hegðunarvanda og var vel afar vel liðin og virt í sínu starfi. 

En eftir að hjónin skildu árið 1982 breyttist allt.

Ofsóknirnar hefjast

Þremur mánuðum eftir skilnaðinn byrjaði Cindy að fá dularfull símtöl.

Í fyrstu hvíslaði sá er hringdi aðeins nafn hennar aftur og aftur en Cindy brá fyrst verulega eftir að hafa dregið fyrir alla glugga. Síminn hringdi og hvíslaði hringlandinn að það þýddi ekkert að draga fyrir, hann vissi hvar í húsinu hún væri. 

Næstu tvær vikurnar var grjóti hent í rúður húss hennar og brotist inn og allir púðar sundurskornir. Hún fékk einnig bréf, saman sett úr útklipptum stöfum, sem á stóð; Fljótlega Cindy.

Cindy James

Einnig sagði hún lögreglu að skorið hefði verið á símalínu húss hennar. 

Cindy var í það miklu sambandi við lögregluna að smám saman myndaðist neisti á milli hennar og eins lögreglumannanna sem voru að kanna áreitið.

Sá hét Pat McBride og flutti inn til Cindy í nóvember 1982, um það leyti sem fjöldi bréfa jókst enn.

Svarti nælonsokkurinn

Ekki löngu eftir að McBride flutti inn rakst á fyrrverandi eignmann Cindy á þvælingi í húsasundi að baki húsinu. Hann var vopnaður tveimur byssum og sagðist vera að vernda hús sinnar fyrrverandi. 

Sambúðin gekk ekki vel og flutti McBride út eftir aðeins mánuð.

Og þá fóru hlutirnir á enn verri veg. 

Þann 27. janúar kom vinkona Cindy í heimsókn og fann hana í bílskúrnum. Hún var með svartan nælonsokk bundinn þétt og hálsinn og með með för eftir hníf á líkamanum.

Cindy sagði lögreglu að bankað hefði verið á bakdyrnar og þegar hún opnaði hefðu tveir menn ráðist inn, flutt hana nauðuga í bílskúrinn og ráðist á hana. 

Efi vaknar

Þegar að þarna var komið var lögregla ekki lengur viss um hvað var rétt og hvað ekki í frásögnum Cindy. Hún var sett í lygamæli, tvisvar reyndar, og féll í bæði skiptin.

Hún viðurkenndi á endanum að þekkja annan árásarmannanna en neitaði að gefa upp nafn hans af ótta við að hann skaðaði fjölskyldu hennar. 

Í október 1983 fann Cindy þrjá dauða ketti hangandi í trjám garðs síns. Um hálsinn á einum þeirra var bundið bréfsnifsi sem á stóð; ÞÚ ERT NÆST. 

Eitt hótunarbréfanna sem Cindy barst.

Þú munt deyja fljótlega

Cindy brá á það ráð að ráða einskaspæjara, Ozzie Kaban að nafni. Hann lét hana fá talstöð svo þau gætu alltaf haft samskipti, enda fyrir daga farsíma.

Og þann 30. janúar 1984 heyri Kaban afar sérkennileg samskipti í talstöðinni. Eitthvað sem líktist barsmíðum og veini í konu. 

Kaban rauk heim til Cindy og fann hana liggja meðvitundarlausa á stofugólfinu með, aftur, svartan nælonsokk um hálsinn og hafði hníf verið stungið gegnum aðra hönd hennar.

Á höndinni var að finna finna miða sem á stóð; ÞÚ MUNT DEYJA FJÓTLEGA….eða endaði miðinn á afar niðurlægjandi lýsingarorði um konur. 

Kaban sagði síðar að Cindy hefði sagt honum að hún hefði sé mann koma inn um hliðið að garði hennar. Það næsta sem hún mundi var að hún var barinn í höfðuð, sennilegast með spýtu.

Hún mundi líka eftir að hafa verið haldið niðri og nál sprautað í handlegg hennar. 

Lögregla var ekki svo viss. Það voru engin ummerki um innbrot og þótt það væri vissulega far eftir nál á handlegg Cindy fundust engin efni í blóði hennar. 

For 7 years Cindy James would report nearly 100 incidents of harassment. 5 were physical attacks, the rest were whispering or silent phone calls. She would eventually be found dead after yearsMilljón dollarar

Marga í lögreglunni var farið að gruna að ef til vill væri ekki allt satt og rétt sem Cindy sagði en þar sem þeir höfðu engar sannanir fyirr slíku, héldu þeir áfram rannsókn á málinu. 

Makepeace, fyrrverandi eiginmaður Cindy, var yfirheyrður og neitaði hann árásinni en viðurkenndi að hafa beitt Cindy ofbeldi á hjónabandsárunum. 

Lögregla hóf að taka upp öll símtöl sem bárust í síma Cindy auk þess sem lögreglumenn hófu að vakta hús hennar. En margra mánaða hleranir og eftirlit skilaði engu. Enginn virtist áreita Cindy og var því hlerunum og eftirliti hætt. 

Hafði þá verið eytt einni milljón dollara til verkefnisins. 

Í desember 1985 vaknaði Cindy í skurði, um mill kílómetra frá heimili sínu. Hún var með nálarför á handleggjum og svartan nælonsokk um hálsinn, líkt og áður. 

Vinir til hjálpar

Fljótlega eftir það hóf vinkona Cindy, Agnes Woodcock og eiginmaður hennar, Tom, að dvelja á heimili Cindy, henni til verndar. 

Nótt eina í apríl 1986 rauk Cindy inn í herbergi þeirra og sagðist heyra eitthvað. Agnes og Tom heyrðu líka skruðninga og hlupu niður til að kanna málið. Í ljós kom að kjallari Cindy stóð í ljósum logum en tókst slökkviliði að slökkva eldinn áður en hann náði að valda miklum skemmdum á húsinu.

Tom sagði lögreglu að hann hefði séð mann standa fyrir utan húsið og stara. 

En lögregla trúði ekki orði. Þeir voru handvissir um að Cindy hefði sjálf kveikt í. 

Það var engin fingraför að finna á gluggum hússins en eldurinn var kveiktur inni í húsinu. 

Episode 65: Soon Cindy
Cindy og eiginmaður hennar fyrir skilnaðinn

Cindy James var því næst send á geðdeild að skipan dómara. Þar dvaldi hún í tíu vikur og í skýrslu tveggja geðlækna, er komu að umönnun hennar, var fullyrt að Cindy hefði logið öllu, skrifað hótunarbréfin sjáf, drepið kettina, bundið nælonsokkana um háls sér og stungið sig með nálum auk þess að kveikja í húsinu. 

Cindy hélt dagbók meðan á dvölinni á geðdeildinni stóð og skrifaði hún meðal annars í hana að hún sæi enga aðra leið út úr þessum óbærilegu aðstæðum en að fremja sjálfsvíg um leið og færi gæfist. 

Enn ein árásin

Þegar að Cindy var loksins sleppt var henni sagt upp vinnunni. Hún skipti þá formlegar um eftirnafn, úr Makepeace og í James, seldi hús sitt og keypti nýtt. Hún fór reglulega til sálfræðings sem sagði bata hennar ekkert minna en ótrúlegan. 

Og þannig leið heilt ár í friði og spekt, án nokkurra atvika. 

Í október 1988 fannst Cindy svo meðvitundarlaus í bíl sínum í innkeyrslunni. Nakin neðan mittis, með hendur og fætur bundnar og að sjálfsögðu með svartan nælonsokk um hálsinn. 

Cindy sagði lögreglu að það kæmi fátt annað til greina en að fyrrverandi eiginmaður hennar stæði að baki árásunum en Roy Makepeace harðneitaði öllum ásökunum. Reyndist hann einnig hafa verið utanbæjar þegar að ein árásin átti sér stað. 

Hvarfið

Þann 25. maí 1989 hvarf Cindy sporlaust. 

Dagurinn hafði verið ósköp venjulegur. Hún hafði lagt inn launin sín inn á banka, en Cindy var komin með nýja vinnu sem hjúkrunarfræðingur. Því næst hafði hún keypt afmælisgjöf handa syni vinkonu sinnar, farið á snyrtistofu og keypt í matinn.

En þegar að Agnes Woodstock bankaði upp um kvöldið,, til að mæta í reglulegt spilakvöld þeirra vinkvenna var Cindy hvergi að finna. 

Bíll hennar fannst á bílastæði stórmarkaðar. Nokkrir innkaupapokar, fullir af mat, voru í aftursætinu svo og afmælisgjöfin. Það var blóð á innanverðri hurðinni bílstjórameginn svo og við og á bak við bílinn.

En Cindy var hvergi að finna. 

Líkfundurinn

Tveimur vikum síðar, þann 8. júní 1989 fannst lík hennar í garði yfirgefins húss sem stóð til að rífa. Andliti hennar var kolsvart, líkt og hún hefði verið barin til óbóta. Hendur hennar voru bundnar fyirir aftar bak með sterku reipi svo og voru fætur hennar fast bundnir sama. 

Meinafræðingur staðfesti að Cindy hefði orðið fórnarlamb harkalegra barsmíða. Einnig kom í ljós að hún var með lífshættulegan skammt af morfíni í blóðinu. 

Samt sem áður var lát hennar úrskurðað sem sjálfsvíg, jafnvel þótt að hendur hennar væri rækilega bundnar aftan við bak. 

Fjölskylda og vinir Cindy voru æfir og sögðu að lögregla hefði ekki verndað Cindy gegn hatursmanni, eða hatursmönnum, hennar í sjö ár og hápunktur aðgerðaleysis þeirra væri að kenna Cindy sjálfri um fráfall sitt. 

En lögregla stóð fast á sínu. Cindy hefði sjálf bundið sig og framið sjálfsvíg með því að sprauta sig með morfíni. 

Það var aftur aftur á móti ekki samhugur um úrskurðinn. Margir töldu það útilokað að Cindy hefði getað bundið sjálf hendur sínar þetta rækilega aftan við bak, hvað þá undir áhrifum sterks morfíns.

Lögregla svaraði því til með morfínið hefði tekið korter að virka og á þeim tíma hefði Cindy auðveldlega náð að að binda sig.

Sérfræðingur í hnútum sagði það mögulegt að Cindy hefði sjálf bundið sig, hefði hún æft sig nógu mikið, og það jafnvel aðeins á þremur mínútum. 

Ósátt fjölskylda

Faðir Cindy, Otto, var afar ósáttur og sagði lögreglu hafa klúðrað rannsókninni á árásunum og brugðist Cindy illilega. Þeir hefðu meira að segja brugðist henni í dauðanum með því að kenna henni sjálfri um. 

Hann sagði það útilokað að Cindy hefði getað bundið sig þetta flóknum hnútum auk þess sem Otto benti á að enga sprautu var að finna nálægt líki Cindy. Ef að Cindy sprautaði sig sjálf, hvar var sprautan?

Líkið af Cindy

En lögregla lokaði málinu og hefur æ síðar neitað að opna það aftur. 

Enn þann dag í dag er deilt um mál Cindy James.

Var hún veik á geði og gerði sér upp eltihrelli og árásir? Eða var hún í raun ofsótt og brást lögregla henni með þeim afleiðingum að hún var myrt?

Með árunum hafa fleiri hallast að síðarnefndu kenningunni. 

En sennilegast munum við aldrei fá svör við gátunni um Cindy James.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Geymir þungunarprófið við hlið íkónísks leikmunar unnustans

Geymir þungunarprófið við hlið íkónísks leikmunar unnustans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta eru Óskarstilnefningarnar í ár – Söngvamynd um mafíósa með flestar tilnefningar og brýtur blað í sögu Óskarsins

Þetta eru Óskarstilnefningarnar í ár – Söngvamynd um mafíósa með flestar tilnefningar og brýtur blað í sögu Óskarsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjarnan skilin við eiginmanninn og opnar OnlyFans-síðu

Stjarnan skilin við eiginmanninn og opnar OnlyFans-síðu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenskar konur lýsa ólíkum upplifunum á Ozempic – „Myndi ekki óska mínum versta óvin það sem ég gekk í gegnum“

Íslenskar konur lýsa ólíkum upplifunum á Ozempic – „Myndi ekki óska mínum versta óvin það sem ég gekk í gegnum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Furðuleg“ frammistaða Billy Ray Cyrus vekur athygli – „Eins og að horfa á lestarslys“

„Furðuleg“ frammistaða Billy Ray Cyrus vekur athygli – „Eins og að horfa á lestarslys“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginmaður Bonnie Blue reiður eftir að hún svaf hjá þúsund mönnum – „Við vorkennum honum öll“

Eiginmaður Bonnie Blue reiður eftir að hún svaf hjá þúsund mönnum – „Við vorkennum honum öll“