fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Krao var tekin frá móður sinni og heimalandi aðeins fimm ára gömul – Sögð vera að hluta til manneskja og að hluta til api

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 23. mars 2023 22:00

Farini og Krao

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krao Farini var kölluð týndi linkurinn, blanda manns og apa. 

Krao fæddist árið 1876 í Laos, sem þá var hluti af Tælandi en bar þá nafnið Siam. Hún fæddist með litningagalla sem nefnist hypertrichosis sem samkvæmt Árnastofnun er á íslensku kallað ofhæring.

Krao var með afar þykkt hár í andliti en þynnra lag af hári þakti líkama hennar. auka brjósthryggjarlið, auka rifbein, síða kinnpoka, ofhreyfingu í liðum auk þess sem það vantaði brjósk í nef hennar og eyru.

Satt og logið?

Sagan segir að Krao hafi verið af frumstæðum ættbálki,  Kraosmonink, og hafi allir meðlimir ættbálksins verið vel hærðir og búið í trjám. Sagt var að ættbálkurinn þekkti ekki eld og lifðu á hráum fiski, ávöxtum og hnetur.

Hvort það er rétt er hins vegar erfitt að segja til um.

Krao og foreldrum hennar var rænt í janúar 1881, þegar Krao var aðeins fimm ára gömul.

Mennirnir að baki ráninu voru landkönnuðurinn Carl Bock og mannfræðingur að nafni George Shelly.

Það var þó ekki upprunalega áætlun þeirra félaga.

Samkvæmt frásögn Shelly fór var Brock á ferðalagi um Burma árið 1874 í leit að ættbálki sem var afar hávaxinn.

Farini og Krao

„Frík“

Leiðangurinn var kostaður af manni að nafni William Leonard Hunt sem kallaði sig Guillermo Antonio Farini og var mikill ævintýramaður. Farini var til dæmis fyrsti hvíti maðurinn til að gana yfir Kalahari eyðimörkina og lifa það af.

Hann var þekktur leikstjóri og leikritahöfundur.  Farini setti einnig upp sýningar þar sem hann meðal annars sýndi alls kyns „furðufólk” eða „frík“ eins og þau voru þá kölluð.

En hann fann hvergi hávaxna fólkið en náði á fund konungsins í Burma. Við hirðina rakst hann á óvenju hárprúð börn og komst að því að þau voru barnabörn Kraosmonink hjóna sem kóngurinn í Siam hafði sent þáverandi kollega sínum að gjöf.

„Fríkin“ hans Farini

Brock var heillaður og bauð kóngsa 100.000 dollara fyrir krakkana, sem var offjár á þessum tíma, en konungur afþakkaði pent. Hann trúði því nefnilega að veldi hans myndi ljúka ef að Kraos fólkið yfirgæfi landið.

Kóngsi sagði að þeir gæti sjálfir reddað sér sínu eigin Kraos fólki en lét þá fá 20 fíla og meðmælabréf sem tryggði þeim áheyrn hjá kónginum í Laos.

Ránið

Fjórum mánuðum seinna, eftir langt og strangt ferðalag, komu þeir loksins til höfuðborgarinnar í Laos, sem Shelly kallar í dagbókum sínum „KjangKjang“. Þeir rákust á 30 til 40 meðlimi Kraos ættbálksins á leiðinni en tókst ekki að nálgast neinn þeirra.

Með bréfið að vopni fóru þeir á fund konungs sem samþykkti að láta þá fá hóp hermanna til fygldar enda voru endalaus fenin í skógum Laos stórhættuleg þeim sem ekki þekktu til.

Krao var auglýst sem að hluta til manneskja og að hluta til api. Týndi linkurinn.

Og það var í þeim leiðangri sem Krao og foreldrar hennar voru tekin höndum, hreinlega rænt.

Hópurinn sneri til höfuðborgarinnar á hinni sex vikna göngu til höfuðborgarinnar fékk faðir Krao kóleru og lést.

Þegar til „KjangKjang# var komið neitaði konungur af Síam alfarið að leyfa þeim Bock og Shelly að fara með mæðgurnar úr landi. Hann samþykkti þó á endanum að þeir mættu taka Krao en móðir hennar yrði að vera eftir.

Hann setti þó það sem skilyrði að Farinin myndi ættleiða Krao og hugsa vel um hana.

Svo fór að félagarnir fóru með Krao litlu, aðeins fimm ára gamla, til London og ættleiddi Farini hana eins og Bock og Shelly höfðu lofað. Fékk hún þá nafnið Krao Farini.

Farini með Krao litlu í fanginu

Sem dýr í búri

En ættleiðingin var ekki tilkomin af ást til barnsins heldur hóf að sýna hana gegn ríflegu gjaldi. Var hún sögð vera hinn „týndi hlekkur“ Darwins, frumstætt eintak af manneskju sem enn væri þó að hluta til api.

En Kreo var eldklár og læri bæði ensku og þýsku á augabragði.

Farini sýndi Krao út um alla Evrópu og þvers og kruss um Bandaríkin. Ár eftir ár eftir ár. Krao var í raun haldið fanginni svo áratugum skipti.

Hún var að komin vel yfir fertugt þegar að henni var tilkynnt að sýningarferli hennar væri lokið.

Krao hafði litla sem enga þekkingu á eðlilegu lífi eftir að hafa verið eins og hvert annað sirkusdýr frá fimm ára aldri. Hún kom sér þó fyrir í íbúð í Brooklyn í New York en var hrædd við að fara út á meðal fólks. Þegar hún þurfti þess nauðsynlega huldi hún sig ávallt með slæðu yfir andlitinu til að forðast augnatillit fólks.

Hún lést af völdum inflúensu, fimmtug að aldri.

Krao ásamt starfmönnum sýninganna

Erfitt líf

Það er varla hægt að ímynda sér annað en að lífið hafi verið Kreo erfitt.

Hún var rifin frá foreldrum sínum sem barn og höfð til sýninga áratugum saman í ókunnum löndum, almenningi til skemmtunar.

Hún fékk aldrei menntun og sennilegast litla ástúð. Það er þó erfitt að fullyrða um það, því á myndum virðist hún náin kjörföður sínum en á það ber að líta að um kynningarmyndir var að ræða. Hún var aldrei nógu lengi á einum stað til að eignast vini auk þess sem flestir forðuðust fríkið og gerðu grín að henni.

Krao hefur sennilega verið ein mest einmana kona heims. En enginn veit neitt um hennar hugsanir, drauma og tilfinningar því hún talaði aldrei við neinn né skildi hún nein skrif eftir sig.

Að henni látinni fannst bréf í íbúð hennar. Í því stóð að brenna skyldi lík hennar að henni látinni til að enginn gæti glápt á hana framar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár