fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fókus

Tinna og Inga Hrönn um neyslu og sektarkennd – „Skömmin sem fylgir því að vera ekki virkur þátttakandi í samfélaginu er þungur baggi að bera‟

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 19. mars 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neyslustolt og glansmyndir eru kannski ekki hugtök sem við notum mikið en eru vel þekkt á meðal ákveðins hóps fólks. Tinna og Inga Hrönn ræða hvað þessi hugtök þýða og standa fyrir auk þess að ræða skömm og sektarkennd í nýjasta þætti hlaðvarpsins Sterk saman.

Glansmyndin

Í þættinum segir Inga Hrönn frá sinni reynslu, hvernig glansmyndir koma fram og breytast með tímanum.

„Í dag eru mínar glansmyndir bara þannig að liggja á dýnu og vita ekki hvað ég heiti, ég er löngu hætt að ætla að fara á þann stað sem ég byrjaði.‟

Fólk sér ekki glansmyndir fyrir sér sem ímynd um að búa í Konukoti og redda sér næsta skammti en þegar fíknin verður mikil og fólk sinnir ekki edrúmennskunni sinni getur orðið afar heillandi að fara út og nota. Glansmyndin getur því snúist um lausn undan tilfinningum eða ábyrgð svo dæmi séu tekin.

Skömm og sektarkennd

Í þættinum ræða þær hvað sé best að gera þegar þessar glansmyndir skjóta upp kollinum, hvað á alls ekki að gera og allt þar á milli.

Skömm og sektarkennd er það sem getur haldið mörgum í heljargreipum bæði á meðan neyslu stendur, haldið neyslunni gangandi og einnig leitt til þess að fólk fari aftur út að nota, jafnvel burt frá börnum sínum og öðru sem er þeim mikilvægast.

Inga talar um sinn tíma frá dóttur sinni:

„Ég gat ekki horfst í augu við samviskubitið, hvað ég hafði gert henni, svikið hana og hugsunin um að hún væri bara betur sett án mín var sterk en hvar er barn betur sett en hjá móður sinni“, segir hún og bætir við að það sé bæði góð samlíking og óþolandi að bera saman fíkn og móðurást.‟

Ef móðir gæti valið myndi hún alltaf velja að vera heima að hugsa um barnið sitt en þegar fíknin hefur náð yfirhöndinni er ekkert annað sem kemst að.

Einnig aðstandendur

„Í dag hef ég komið mér upp leiðum til að takast á við þessar hugmyndir sem koma, ég veit auðvitað að ég get ekki notað og það versta sem fólk gerir er að vera eitt með þessar hugmyndir“.

Skömmin sem fylgir því að vera ekki virkur þátttakandi í samfélaginu eða hreinlega upplifa sig sem byrði á fjölskyldu, nærumhverfi og þjóðfélaginu í heild er þungur baggi að bera, ofan á allt annað. ‟

Í þættinum ræða þær almennt um þessar tilfinningar, hvort sem þær tengjast einstaklingi sem á við vímuefnavanda að stríða eða ekki en afar algengt er að aðstandendur upplifi þær líka.

Það má hlusta á samtal þeirra Tinnu og Ingu Hrannar í heild sinni í hlaðvarpinu Sterk saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Val Kilmer er látinn

Val Kilmer er látinn
Fókus
Í gær

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar