fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Elías Snær er afkvæmi hrunsins og gámakafari – „Fátækt fólk lifir á næringarlausu rusli en fyrirtæki henda mörgum tonnum af góðum mat daglega“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 18. mars 2023 09:00

Elías Snær Einarsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sumar stórar matvörukeðjur henda fleiri tonnum af mat daglega og það sé hreinlega skelfilegt á að horfa upp á þetta. Þetta er oft fullkomlega nothæf vara þótt hún sé tæknilega flokkuð sem skemmd.“ segir Elías Snær Einarsson, 25 ára kerfisstjóri, aktívisti og gámakafari (dumpster diver).

Elías segist vera frekar nýr í starfseminni en sé alinn upp við þennan hugsunarhátt, að hugsa um annað fólk og sinna samfélaginu.

Hrunsbarn

„Ég var 11 ára í hruninu og ekki til mikið til af peningum á heimilinu þar sem báðir foreldrar mínir misstu vinnuna. Það var pínu erfitt en mamma sá til þess að það var alltaf til hollur og góður matur.

Sem er lykilatriðið því ef að börn fá ekki hollan mat getur það haft áhrif á heilastarfsemina til frambúðar. Það er gott að eiga góða mömmu.

Hún reyndi líka að skýla mér eins og hún gat fyrir ástandinu en maður áttaði sig auðvitað á hvernig staðan var.“

Elías segir að vafalaust hafi þessi hrunhár mótað hann og gert hann samfélagslega þenkjandi.

„Mig langar að gera það sem ég get til að allir fái hollan og góðan mat, það er svo mikilvægt. Og eigi fólk ekki mikið á milli handanna hefur það lítið annað val en að kaupa næringarlaust rusl.“

Elías ásamt móður sinni og systur.

Ekkert vit i þessu

Elias segir ekkert vit í þessu.

„Það er verið að selja allskonar vörur á við alls kyns heilhveitidót sem eitthvað hollustudæmi, og því er það dýrt. En samt sem áður er bara verið að nýta hveitið betur, fá meira út úr afurðinni. Af hverju er það þá þetta dýrt?

Það er óskiljanlegt.“

Elías var 17 ára þegar hann kynntist „dumpster diving

“Kunningi minn minntist á þetta, hann var atvinnulaus og stundaði þetta. Mér fannst þetta strax áhugavert.“

Aðspurður hvort honum hafi ekkert þótt ógeðslegt við tilhugsunina í byrjun segir Elías að í upphafi hafi hann fundið til slíks en það hafi verið fljótt að breytast þegar að gámaköfunin var betur kynnt fyrir honum.

Elías Snær Einarsson. Mynd/Anton Brink

“Þetta er kannski kallaði diving eða köfun en aðallega gengur þetta út á að skoða gámana og veiða ofan af úr þeim.

Allt það góða fer hratt og er yfirleitt efst í gámunum auk þess sem manni langar lítið til að grafa eftir mat sem hefur legið undir öðrum vörum og er oft orðinn útataður og ógeðslegur.

Svo eru oft fullar körfur af brauði og alls kyns vörum við hliðina, vörum sem ekki eru komnar ofan í gáma,” bætir Elías við.

Höldum þessu prívat

Fjótlega eftir að hafa verið kynntur fyrir gámaköfuninni 17 ára að aldri fór Elías að prófa sjálfur.

Fór hann einn eða með hóp?

„Ég var að mestu leyti einn í þessu, það er frekar algengt að fólk sé frekar privat með þetta og þá staði sem það fer á.

Ástæðan er sú að þegar að fyrirtæki frétta af þessu þá eru viðbrögðin yfirleitt ekki að gera eitthvað í sóuninni heldur að skemma vörurnar eða læsa gámunum.“

Hann segir sömu ástæðu fyrir að helst klæðist hann svörtu í ferðum sínum, hann vilji láta lítið fyrir sér fara.

Elías segir börnun nauðsynlegt að fá góða næringu líkt og hann fékk.

„Þetta er, að ég held, á lagalega gráu svæði. Ég held að það sé ekki til neitt réttarfordæmi en mér skilst að tæknilega séð, þjófnaður. En ég er ekki viss og hef heyrt bæði að fólk eigi sitt rusl en líka að sé búið að henda einhverju í þess til gerðan ruslagám sé ekki lengur um eignarhald að ræða.“

Elías segir að burstéð frá lagalegri stöðu, og raun öllu sé þessi gríðarlega matarsóun óskiljanleg.

„Það var tekið viðtal við gámakafara í desember síðastliðin og sú manneskja minntist á fyrirtæki með nafni.

Fyrirtæki sem hendir gríðarlegu magni af mat og þar er alltaf til nóg handa öllum.

Tveimur dögum síðar voru komnir lásar á allt. Svo ég ætla ekki að nefna nein nöfn, ekki opinberlega“”  segir Elías, kíminn á svip.

Malt og appelsín

Helst fara gámakafarar í heildsölur, til sendingaraðila, þar sé oft að finna vörur sem hafi skemmst í sendingu,  svo og til matvöruverslana.

,,Margt af þessu hefur ekki mikið næringargildi, vörur á við pasta og grjón. Það til dæmis sjaldgæfara að finna mikið af ávöxtum og grænmeti sem allt er í lagi með.

Fyrirtæki eru líka misgóð með að selja ávexti, til dæmis banana sem eru að verða brúnir, á lægra verði. “

Elías Snær Einarsson. Mynd/Anton Brink.

Elías segir magnið af mat sem hent sé, sé   fáránlega mikið og tekur dæmi.

„Það er pantað gríðarlegt magn af malti og appelsíni fyrir jólin og strax um áramótin þarf hilluplássið í eitthvað annað.

Því voru hundruð lítra af óopnuðu malti og appelsíni í gámunum í byrjun janúar sem góð manneskja úr okkar hóp tók að sér að veiða upp og setja í frískápana, sem eru staðsettir út um allt höfuðborgarsvæðið.“

Frískaparnir

Frískápar? Elías útskýrir.

„Þetta er fremur nýlegt dæmi en um er að ræða ísskápa sem hefur verið komið fyrir víða um höfuðborgarsvæðið. Þangað er hægt að koma og fylla á hafi fólk umframmat sem það má missa eða sækja mat, þurfi fólk á honum að halda.“

Elías segir auðvelt að finna skápana, þeir séu til dæmis inni á Google Maps, og hugmyndin með þeim sé að minnka matarsóun og hjálpa þeim sem þurfa.

Elías Snær Einarsson. Mynd/Anton Brink

Elías sér einnig um viðburð sem nefndur er free supermarket, sem kalla mætti fría kjörbúð, einu sinni í viku.

„Þá förum við beint til fyrirtækja, þær vörur eru ekki upp úr gámunum. Hann segir að margir taki þeim afar vel en ákveðnar keðjur neiti alfarið, allur matur sem unnt sé að selja sé seldur og þá á afslætti þegar síðasti söludagur nálgast.“

Gott en samt ekki

Er það ekki jákvætt?

„Já og nei,“, segir Elías. Það er gott að fólk geti keypt sér ódýrari mat en á móti kemur að langt frá því allt af þeim mat selst og er í raun hent á endanum. Jafnvel þótt reynt sé að selja hann fram á síðustu stundu á mjög lækkuðu verði.

Það er matur sem hefði getað nýst einhverjum en endaði í ruslinu.“

Fría kjörbúðin er haldin í félagsrými Andrýmis, sem útvegar aðstöðu fyrir grasrótarhópa og einstaklinga til að hittast og skipuleggja baráttu sína fyrir auknu jafnrétti og frelsi, eins og segir á Facebook síðu þeirra.

Free supermarket (ókeypis kjörbúðin) er með aðstöðu í Andrými.

Í Andrými er að finna aðstöðu á við eldhús, þvottavél, prentun, internet, bókasafn, fríbúð, hjóla- og tréverkstæði og fundaraðstöðu, allt frjálst til afnota endurgjaldslaust.

Elías segist eyða töluverðu af tíma sínum í Andrými enda sé það áhugaverður staður.

„Þetta er félagsrými sem fólk má nýta að vild til að skipuleggja viðburði eins og free supermarket. Þá setjum við bara upp borð og fólk er velkomið. Rýmið er líka mikið notaði í að skipuleggja mótmæli, búa til skilti og annað slíkt enda mjög þægilega staðsett í miðbænum.“

Öll róttæk

Eruð þið öll róttæklingar í Andrými?

„Já“” segir Elías án þess að hika. Hann segir mikið af fólki koma og fara en einnig sé stór hópur sem mæti reglulega til að skipuleggja eitthvað sem þeim finnst vera samfélagslega mikilvægt.

Elías Snær Einarsson. Mynd/Anton Brink.

Hversu stór hlutfall næringar telur Elías að hann fái úr gámaköfuninni?

„Það er mjög breytilegt. Stundum þarf ég ekki að kaupa neitt í heila viku en stundum finn ég ekki neitt. Ég myndi skjóta á svona 20 til 30% og sé eitthvað eftir þegar að free supermarket er búið, og ég get kippt með mér, bætast svona 10 til 20% við það.

Helsta vandamálið er hversu óreglegulegt þetta er og einnig hversu einhæfur maturinn er. Maður finnur kannski mikið magn af pasta en maður borðar það ekki eitt og sér.“

Elías segist aftur á móti langt því frá að vera matvandur enda þurft að læra það ungur að borða það sem lagt var á borð.

„Maðurinn minn er líka mjög góður við að bralla góða rétti úr því sem til er.

Elías býr með Kai Smithtransmanni sem nýlega kom út úr skápnum. Parið er samstíga í þessum lífsstíl þrátt fyrir að hafa ekki kynnst í gegnum gámaköfunina.

“Ég kynnti hann fyrir þessu og frá upphafi var hann mjög opin fyrir þessu og kemur oft með mér auk þess að reka með mér free supermarket.”

Elías Snær Einarsson. Mynd/Anton Brink.

Stór hópur

Aðspurður um fjölda gámakafara segir Elías hópinn mun stærri en talið sé. “

„Það eru margir sem kannski skammast sín fyrir að gera þetta eða vilja ekki tala um það af einhverjum ástæðum.

En það eru þúsundir manna á Facebook síðunni okkar og það eru oft fleiri en einn og fleiri en tveir sem eru að fara í vinælustu gámana á dag.“

Elías segir að þau fjölgi stöðugt sem fari þessa leið í leit að mat.

„,Maturinn er alltaf að hækka í verði auk þess sem það er mikill fjöldi flóttamanna hér á landi sem hafa lítið sem ekkert á milli handanna.“

Úkranískar mæður í neyð

Meðal þeirra sem sækja hvað mest í þjónustu free supermarket núna eru konur með börn, flóttamenn frá Úkraínu. „Þær eru hátt í helmingur þeirra sem eru að koma núna. Þær eru flestar nýkomnar, tala ekki orð í ensku og vita ekkert hvert þær eiga að leita.“

Elías segir að flestir finni free supermarket i gegnum Facebook en hópurinn er duglegur að pósta á síður frískápana svo og síðu Andrýmis um það sem í boði sé.

„Mér skilst að Facebook sé nokkuð öflugt við að þýða þessa viðburði svo þótt við skrifum um þá á íslensku eða ensku geta þær lesið um viðburðina á sinni tungu. Þannig finna þær okkur oftast.“

Elías Snær Einarsson. Mynd/Anton Brink.

Elías segir grúppu fyrir alla frískápana en þeir eru nú um tíu á höfuðborgarsvæðinu.

„Það er nánast eitt á hvert póstnúmer, flestir í miðbænum, en þeir eru út um alla Reykjavík og nágrannasveitarfélögin.

Elías segir að vissulegi geri matarsóunin, sem viðgengst á meðan að sumt fólk hefur vart ráð á að borða, gera sig reiðan.

Hann segir að í grunninn sé kapítalisminn vandamálið.

„Það er kaldhæðið að sömu verslanir og gefa sig út fyrir að selja ódýrasta matinn, og fátækasta fólkið sækir í, eru þær sömu og henda mestu.“

Árstíðarbundið rugl

Hvaða breytingar vill Elías sjá?

„Meiri vitund meðal fyrirtækja og einstaklinga væri góð byrjun. Það væri líka hægt að rukka fyrirtækin fyrir þann mat sem er hent því það er löngu búið að finna lausnina við því að matur sé að mygla í hillunum.

Það eru búðir víða um Evrópu sem henda nánast engu því það er búið að reikna nákvæmlega út hvað selst og hversu hratt og því panta þessar verslanir nákvæmlega það sem þarf hverju sinni.“

Elías Snær Einarsson. Mynd/Anton Brink.

Hann nefnir einnig öfgarnar með árshátíðarbundinn mat, eins og maltið og appelsínið.

„Þetta er yfirleitt dýr matur og mikinn gróða upp úr honum að hafa og því er hver pallettan á fætur annarri pöntuð í von um að selja meira. Og þar sem gróðinn er það mikill af þessum vörum er þessum verslunum nokk sama þótt þeir hendi síðan því sem ekki selst því hagnaður þeirra er mun meiri en kostnaðurinn.

En það er ljóst að eitthvað þarf að gerast varðandi þessa gríðarlegu matarsóun og misskiptingu í samfélaginu okkar“” segir Elias Snær Einarsson, kerfisstjóri, aktivisti og gámakafari.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom