fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

„Ég þarf því að muna að vanda mig extra vel og kasta þér ekki ómeðvitað og óvart undir vagninn í karllægni minni“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. mars 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Af hverju dettur þér í hug að við getum bara verið með einhverskonar fótboltapodcast þar sem við getum bara slengt fram einhverjum skoðunum? Og af hverju finnst mér það svona óþægilegt?“, spyr Sóley og Þorsteinn svarar: „Ég er í rauninni að vaða áfram í mínu yfirlæti. Það er ennþá seif fyrir mig að hafa skoðun og vera með pælingar og spjall og vera óformlegur á meðan það eru aðrir mælikvarðar sem gilda um þig.“ 

Í nýjasta þætti Fjórðu vaktarinnar, sem er í umsjón kynjafræðinganna Sóleyjar Tómasdóttur og Þorsteins V. Einarssonar, fjalla þau um samtal sem þau áttu um undirbúning, eðli og afstöðu í þáttunum og lærdómana sem þau draga af því. 

Hrædd um að missa hlustunarskilyrðin

Sóley útskýrir í þættinum að eftir áratuga baráttu sé hún mjög nýlega farin að skynja að fólk sé tilbúið að hlusta á það sem hún hefur fram að færa og að hún þurfi að fara mjög varlega með þessi hlustunarskilyrði „Ég er svo hrædd um að verða aftur af öfgakonunni með skoðanir sem hún getur ekki bakkað upp. […] Ég þarf að fara miklu varlegar heldur en þú sem að skýst upp á stjörnuhimininn á einni nóttu, fyrir tilviljun, og getur bara sett femínískar kenningar fram sem þína skoðun.“ 

Þorsteinn tekur undir þau orð Sóleyjar: „Einmitt. Og upplifað það safe, öruggt og iðulega vel tekið. Ég er ekkert að segja að þetta séu bara blóm og rósir og að allir fagni mér alltaf. En við verðum að tala um þessa ólíku mælikvarða og hvernig við nálgumst hlutina.“

Þorsteinn tekur sem dæmi hvernig honum hefur oftast verið vel tekið í femínískri baráttu og framlagi hans hampað, sem er ekki reynsla Sóleyjar. Þess vegna, útskýra þau, gilda ólíkir mælikvarðar á framlag þeirra þar sem meiri áhætta er fyrir Sóleyju en Þorstein að gera mistök.

Karlar geti lært margt af konum

„Við karlar getum lært ýmislegt af konum. Ég get til dæmis undirbúið mig samviskusamlega, af ábyrgð og þeirri faglegu ábyrgð sem ég vil bera þannig ég valdi ekki öfugum áhrifum á við það sem ég vill,“ segir Þorsteinn og Sóley tekur undir og segir að femínískur aktívismi sé stöðugt þroskaferli. 

„Við erum í stöðugu þroskaferli en það er mikilvægt að við tölum um þetta ferli. Út á það gengur afbygging valdakerfisins að við segjum okkar persónulegu sögur, hvernig við lærum og þroskumst,“ segir Sóley. 

Upplifun og reynslu sína setja þau í samhengi við rannsóknir á framlagi karla og kvenna til jafnréttis og viðhorfa til þeirra. Þar kemur fram að karlkyns stjórnendum er frekar hampað en konum ef þeir leggja áherslu á kynjajafnrétti á meðan það virðist veikja stöðu kvenkyns stjórnenda. Rannsóknir sýna líka að karlkyns femínistar eiga það til að vera ónæmir fyrir eigin karlrembu, hvernig þeir tali stundum niður til kvenna, taki of mikið rými eða athygli og hagi sér í ósamræmi við eigin hugmyndafræði. „Ég þarf því að muna að vanda mig extra vel og kasta þér ekki ómeðvitað og óvart undir vagninn í karllægni minni,“ segir Þorsteinn.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér fyrir neðan en þáttinn í heild sinni má nálgast á fjórðavaktin.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“