Parið, Baldur Kristjánsson ljósmyndari og Birna Einarsdóttir, grafískur hönnuður hafa sett íbúð sína í Hátúni á sölu.
Um er að ræða 117,6 fm eign á 9. hæð í húsi sem byggt var árið 1960.
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu og borðstofu, tvö svefnherbergi, hol/herbergi og baðherbergi. Úr stofu er útgengt á 18,5 m2 þaksvalir sem snúa í suður frá borðstofu og frá holi/herbergi er útgengt á 18,5 m2 þaksvalir sem snúa í norð-vestur. Lyfta gengur upp að stigagangi sem er eingöngu fyrir umrædda íbúð.
Umrædd eign á enga sína líka hvað varðar útsýni, gott útsýni að Hallgrímskirkju og Háteigskirkju, Esju og Móskarðshjúkum og gott útsýni úr stofu í átt að Laugardal. Þetta er sannkölluð útsýnisperla sem lætur engan ósnortinn.
Saga íbúðarinnar er skemmtileg en hún var upphaflega happdrættisvinningur í happdrætti DAS. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð af núverandi eigendum á afar vandaðan hátt.
Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef DV.