Hjónin Jón Diðrik Jónsson, forstjóri og eigandi Senu, og Hólmfríður J. Þorvaldsdóttir, listljósmyndari, hafa sett einbýlishús við Blikanes á Arnarnesi á sölu.
Um er að ræða 338 fm eign, þar af 45 fm innbyggðan bílskúr, á tveimur hæðum með séríbúð á neðri hæð, byggða árið 1965.
Eignin skiptist í forstofu, hol, gestasnyrtingu, stofu og borðstofu, eldhús og þvottahús. Á herbergjagangi eru tvö herbergi, hjónaherbergi með fataherbergi og baðherbergi. Á neðri hæð er þriggja herbergja íbúð með sér inngangi, skiptist hún í forstofu, eldhús og stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi.
Sigurður Hallgrímsson arkitekt teiknaði breytingar á húsinu að utan og Guðbjörg Magnúsdóttir innanhúsarkitekt teiknaði innréttingar og breytingar á milliveggjum. Húsið stendur á 1246 fm eignarlóð.
Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef DV.