Eigendur viðburða- og brúðkaupsskipulagsfyrirtækisins Pink Iceland hafa sett skrifstofuhúsnæði sitt að Hverfisgötu 39 í sölu.
„Pink Iceland heldur áfram að blómstra og við þurfum stærra húsnæði. Við erum því að setja dásamlegu skrifstofuna okkar á Hverfisgötu á sölu. Hér hafa rúmlega 900 giftingar og óteljandi ferðir verið skipulagðar í dásamlegu umhverfi,“ segir Eva María Þórarinsdóttir Lange einn eigenda í færslu á Facebook.
Pink Iceland var stofnað árið 2011 og var upphaflega stofnað til að gefa saman hinsegin hjónaefni, í dag skipuleggur fyrirtækið hundruðir giftinga ár fyrir íslensk sem erlend hjónaefni, auk fjölda annarra viðburða.
Um er að ræða 118,6 fm eign á tveimur hæðum í húsi sem byggt var árið 1936.
Eignin skiptist í stórt rými með léttum millivegg og salerni á efri hæð (jarðhæð). Í kjallara er eldhús og fundaherbergi/skrifstofa.
Þú getur lesið nánar um eignina og skoðað fleiri myndir á fasteignavef DV.