fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Fókus

Pink Iceland selja skrifstofuhúsnæðið

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. mars 2023 13:30

Birna Hrönn, Hannes og Eva María eigendur Pink Iceland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur viðburða- og brúðkaupsskipulagsfyrirtækisins Pink Iceland hafa sett skrifstofuhúsnæði sitt að Hverfisgötu 39 í sölu.

„Pink Iceland heldur áfram að blómstra og við þurfum stærra húsnæði. Við erum því að setja dásamlegu skrifstofuna okkar á Hverfisgötu á sölu. Hér hafa rúmlega 900 giftingar og óteljandi ferðir verið skipulagðar í dásamlegu umhverfi,“ segir Eva María Þórarinsdóttir Lange einn eigenda í færslu á Facebook.

Pink Iceland var stofnað árið 2011 og var upphaflega stofnað til að gefa saman hinsegin hjónaefni, í dag skipuleggur fyrirtækið hundruðir giftinga ár fyrir íslensk sem erlend hjónaefni, auk fjölda annarra viðburða.

Um er að ræða 118,6 fm eign á tveimur hæðum í húsi sem byggt var árið 1936.

Eignin skiptist í stórt rými með léttum millivegg og salerni á efri hæð (jarðhæð). Í kjallara er eldhús og fundaherbergi/skrifstofa.

Þú getur lesið nánar um eignina og skoðað fleiri myndir á fasteignavef DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur: Ef það fer í taugarnar á þér þegar einhver borðar salat í stað hamborgara, lestu þetta

Ragnhildur: Ef það fer í taugarnar á þér þegar einhver borðar salat í stað hamborgara, lestu þetta
Fókus
Í gær

Ellý Ármanns var búin að sjá fyrir áform Ásthildar

Ellý Ármanns var búin að sjá fyrir áform Ásthildar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frægar tvíburasystur í góðu yfirlæti á Íslandi – Einkaopnun í Sky Lagoon

Frægar tvíburasystur í góðu yfirlæti á Íslandi – Einkaopnun í Sky Lagoon
Fókus
Fyrir 3 dögum

Köttur Þórunnar Antoníu fórst í slysi: „Hjörtu okkar eru brotin“

Köttur Þórunnar Antoníu fórst í slysi: „Hjörtu okkar eru brotin“