Kamilla Einarsdóttir, bókavörður og rithöfundur, og Sigurður Orri Kristjánsson, fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni, eru nýtt par.
Kamilla hefur gefið út tvær bækur, Kópavogskróníkan árið 2018 og Tilfinningar eru fyrir aumingja árið 2021. Sú seinni var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og leikrit var gert eftir Kópavogskróníkunni, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu og fór Ilmur Kristjánsdóttir með aðalhlutverkið.
Sigurður Orri er annar þáttastjórnenda útvarpsþáttarins Boltinn lýgur ekki á X977 og sjónvarpsþáttinn Lögmál leiksson á Stöð 2.
Stórsigur hjá honum @SiggiOrr . Síðan við byrjuðum að hittast hefur hann varla talað um annað en þá ósk sína að komast í Smartland.
Babe, ég sagði þér að ég gæti látið alla þína drauma rætast.
Kampó í kvöld 🥂 https://t.co/m1l4pDmra8— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) March 13, 2023