Parið greindi frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum á dögunum en drengurinn fæddist í lok janúar.
Ósk er vinsæll skemmtikraftur og rekur fyrirtækið Flame Entertainment, hún kemur fram á viðburðum sem eldgleypir og dansari. Þau njóta einnig mikillar velgengni á OnlyFans og hafa verið ötulir talsmenn fyrir réttindum kynlífsverkafólks um árabil.
„Litli demanturinn okkar mætti í heiminn 29.01.23. Vel hraustur 16 merkur og 50 cm,“ skrifaði Ingólfur Valur á Instagram og bætti við að þau væru í skýjunum.
Fókus óskar fjölskyldunni innilega til hamingju.