fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Þetta eru 10 ódýrustu fasteignirnar á sölu í dag

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 12. mars 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í vikunni tókum við saman 10 dýrustu einbýlishúsin sem voru í sölu samkvæmt fasteignavef DV. Það var því við hæfi að skoða einnig hvaða 10 fasteignir eru þær ódýrustu í sölu á fasteignavefnum.

Þetta eru 10 dýrustu einbýlishúsin á sölu í dag

Við tókum ekki með bílskúra, sökkla undir hús, lóðir eða eignir í sólarlöndum, heldur aðeins fasteignir sem eru tilbúnar til að flytja inn í með vasadiskóið, fótanuddtækið og allt hitt í búslóðinni, þó að vissulega þurfi einhverjar eignanna viðhald og málningu áður en flutt er inn.

10. Blöndubyggð 1 Blönduós  – 18,9 milljónir króna.

Stærð 100 fm, byggt 1934.

Einbýlishús úr timbri á bakka Blöndu alveg við ósinn. Eign skiptist í forstofu, eldhús, stofu, svefnherbergi og baðherbergi. Brattur stigi er af hæðinni niður í kjallarann, sem er meira og minna eitt niðurgrafið rými. Einnig er aðgengi að kjallara utanfrá um lúgu á norðurgafli. Nánari upplýsingar hér. 

9.Vallholt 1, Ólafsvík – 18,4 milljónir króna.

Stærð 73,4 fm, byggt 1973.

Íbúð á annarri hæð í fjöleignarhúsi. Eign skiptist í þrjú herbergi, eldhús með góðri innréttingu, stofu samliggjandi eldhúsi, gang og baðherbergi með sturtu. Nánari upplýsingar hér.

8. Hvanneyrarbraut 54, Siglufirði – 17,5 milljónir króna.

Stærð 80 fm, byggt 1947.

Íbúð á þriðju hæð í fjöleignarhúsi. Eign skiptist í forstofu, hol/gang, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Nánari upplýsingar hér.

6. – 7. Kirkjuvegur 17, Ólafsfirði – 16,9 milljónir króna.

Stærð 76,8 fm, byggt 1931.

Einbýlishús á tveimur hæðum. Eign skiptist í forstofu, stofu og eldhús á neðri hæð. Á efri hæð er bakinngangur/gangur, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymsla. Nánari upplýsingar hér.

6. – 7. Miðtún 4, Tálknafjörður  – 16,9 milljónir króna.

Stærð 83,1 fm, byggt 1977.

Íbúð á efri hæð í fjöleignarhúsi. Eign skiptist í forstofu, eldhús, þvottahús, stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Geymsla í séreign. Nánari upplýsingar hér.

5. Ólafsvegur 34, Ólafsfjörður  – 16,7 milljónir króna.

Stærð 68,1 fm, byggt 1995.

Íbúð á jarðhæð í fjöleignarhúsi. Eign skiptist í forstofu, eldhús, stofu, svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús/geymslu. Nánari upplýsingar hér.

4. Vallargata 5 Flateyri  – 16,5 milljónir króna.

Stærð 68,6 fm, byggt 1905.

Parhús á einni hæð auk geymsluskúrs. Eign skiptist í forstofu, gang, eldhús, stofu, svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og búrgeymslu. Geymsluskúr er 12,6 f. Húsið stendur á 514 fm lóð. Nánari upplýsingar hér.

3. Túngata 38 Siglufjörður  – 14,6 milljónir króna.

Stærð 62,4 fm, byggt 1936.

Neðri hæð í tvíbýli með sérinngangi. Eign skiptist í forstofu, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og sameiginlegt þvottahús og bakinngangi. Nánari upplýsingar hér.

2. Ásgata 17 Raufarhöfn  – 14 milljónir króna.

Stærð 173 fm, byggt 1957.

Húsið Lyngás, einbýlishús á tveimur hæðum, hæð og ris. Eign skiptist í hol, stórt eldhús, stofu, hjónaherbergi og salerni á neðri hæð. Í risi eru fjögur svefnherbergi, sjónvarpshol og salerni. Nánari upplýsingar hér.

 

1. Ásgata 9 Raufarhöfn  – 7 milljónir króna.

Stærð 122 fm, byggt 1954.

Einbýlishús á einni hæð. Eign skiptist í hol, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Kjallari er undir helmingi hæðarinnar þar sem er þvottahús og geymsla. Í raun er gengið inn í húsið á milli hæða, það er stigið inn í lítið anddyri með stuttum stiga upp á hæðina og svo á hægri hönd er stigi niður í kjallarann. Nánari upplýsingar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“