fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fókus

Hugleiðsla og sköpun í Noztru

Fókus
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 19:00

Í sjónvarpsþættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar listasmiðjuna Noztru sem er til húsa í Vesturhöfn við Grandagarð. Þar hittir hún einn eigenda Noztru, Unni Knudsen og fær innsýn í það sem verið er að gera í Noztru og fangar bæði augað og sál. MYNDIR/HRINGBRAUT.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári opnaði listasmiðjan Noztra í Vesturhöfn við Grandagarð og má með sanni segja að listsköpun hafi blómstrað þar síðan. Í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar þáttastjórnandi Noztru og hitt þar einn eigenda, Unni Knudsen og fær innsýn í starfsemi Noztru.

„Það er í rúmt ár síðan við opnuðum Noztru og það hefur gengið mjög vel. Við lögðum upp með það konsept að hafa hér skapandi smiðju sem allir gætu notið sín og þannig er það. Það þarf ekkert að vera fæddur listamaður eða neitt slíkt til þess. Við bjóðum hér upp á for­-brenndan leir og hingað kemur fólk, velur sér hlut og málar hann. Síðan er hann skilinn eftir og við sjáum um að glerja hann og brenna. Nokkrum dögum síðar sækir fólk síðan hlutinn sinn og sér lokaútkomuna,“ segir Unnur og bætir við að það sé ávallt dásamleg upplifun fyrir hvern og einn. Hugsunin með starfsemi Noztru er bæði að leyfa sköpunarhæfileikum hvers og eins að njóta sín og um leið bjóða upp á ákveðna hugleiðslu sem skapar ákveðna ró og yfirvegun.

Meira um tilurðina og markmiðinu um þetta skemmtilega konsept í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Brot úr þætti kvöldsins má sjá hér:

Matur & Heimili - Stikla 28. febrúar 2023

play-rounded-fill play-rounded-outline play-sharp-fill play-sharp-outline
pause-sharp-outline pause-sharp-fill pause-rounded-outline pause-rounded-fill
00:00
00:40

Matur & Heimili - Stikla 28. febrúar 2023

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefán rifjar upp þegar hann og fleiri voru kallaðir á teppið hjá Árvakri

Stefán rifjar upp þegar hann og fleiri voru kallaðir á teppið hjá Árvakri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!
Fókus
Fyrir 5 dögum

Barnsmissir og fleiri persónulegar sögur á nýrri plötu Grétars Matt

Barnsmissir og fleiri persónulegar sögur á nýrri plötu Grétars Matt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars
Fókus
Fyrir 6 dögum

Edda Björgvins grautfúl eftir óhapp í Hafnarfirði – Viðgerðin kostaði annan handlegginn

Edda Björgvins grautfúl eftir óhapp í Hafnarfirði – Viðgerðin kostaði annan handlegginn
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is
Hide picture