fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fókus

Ingileif og María njóta sín vel á nýja heimilinu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 13:00

Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingi­leif Friðriks­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjá Ketchup Creati­ve, og María Rut Krist­ins­dótt­ir, kynn­ing­ar­stýra UN Women keyptu parhús á Hringbraut í Reykjavík á síðasta ári. Húsið er byggt árið 1934, 146,8 fm par­hús ásamt bílskúr.

Húsinu hefur verið vel viðhaldið, er í rótgrónu fjölskylduvænu hverfi sem hentar vel fyrir stækkandi fjölskyldu. Hjónin eiga von á barni, en þær eiga fyrir tvo syni.

Fjölskyldan flutti fyrir um þremur mánuðum og hafa hjónin leyft fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með flutningum og framkvæmdum. Með aðstoð góðra vina og vandamanna tóku flutningar stuttan tíma og voru þær búnar að koma sér vel fyrir á einum degi. Segjast þær einstaklega þrjóskar og hafa verið búnar að skipuleggja flutninga og skipulagið á nýja heimilinu löngu áður en afhendingardagurinn rann upp.

Þær ákváðu meðal annars að panta nýja eldhúsinnréttingu og var hún tilbúin til uppsetningar við flutninga. Það skemmtilega við hana er að viftan er í helluborðinu, í stað þess að hanga úr loftinu.

Fjölskyldan hélt jólin á nýja heimilinu.

Hjónin segja það gaman að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með draumaheimili þeirra raungerast.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 6 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 1 viku

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“