Ingileif Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjá Ketchup Creative, og María Rut Kristinsdóttir, kynningarstýra UN Women keyptu parhús á Hringbraut í Reykjavík á síðasta ári. Húsið er byggt árið 1934, 146,8 fm parhús ásamt bílskúr.
Húsinu hefur verið vel viðhaldið, er í rótgrónu fjölskylduvænu hverfi sem hentar vel fyrir stækkandi fjölskyldu. Hjónin eiga von á barni, en þær eiga fyrir tvo syni.
View this post on Instagram
Fjölskyldan flutti fyrir um þremur mánuðum og hafa hjónin leyft fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með flutningum og framkvæmdum. Með aðstoð góðra vina og vandamanna tóku flutningar stuttan tíma og voru þær búnar að koma sér vel fyrir á einum degi. Segjast þær einstaklega þrjóskar og hafa verið búnar að skipuleggja flutninga og skipulagið á nýja heimilinu löngu áður en afhendingardagurinn rann upp.
Þær ákváðu meðal annars að panta nýja eldhúsinnréttingu og var hún tilbúin til uppsetningar við flutninga. Það skemmtilega við hana er að viftan er í helluborðinu, í stað þess að hanga úr loftinu.
Fjölskyldan hélt jólin á nýja heimilinu.
Hjónin segja það gaman að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með draumaheimili þeirra raungerast.