Unnur Eggertsdóttir leikkona biðlar til þjóðarinnar með tvíti að hætta að leggja söngkonuna Maríu Ólafs í einelti. Vísar Unnur þar til Söngvakeppninnar árið 2015, þar sem María vann með laginu Lítil skref. Mörgum þótti þá og þykir enn sem framlag Friðriks Dórs hefði frekar átt að vinna keppnina með laginu Í síðasta skipti.
Lag Maríu hlaut 70774 stig í heild og lag Friðriks Dórs 55850 stig. Komst Lítil skref ekki upp úr undankeppninni í lokakeppninni í V’in í Austurríki, en Ísland tók þátt seinna undanúrslitakvöldið, 21. maí.
„Getum við sem þjóð hætt að vera svona passive aggressive við Maríu Ólafs? Vá hvað það hlýtur að vera þreytandi að heyra ennþá ÁTTA ÁRUM seinna að þú hefðir átt að tapa #12stig,“ segir Unnur og segir það ekki sæma RÚV að taka þátt í slíkri framkomu líkt og gerst hafi í fyrri undankeppni Söngvakeppninnar á laugardag.
Getum við sem þjóð hætt að vera svona passive aggressive við Maríu Ólafs? Vá hvað það hlýtur að vera þreytandi að heyra ennþá ÁTTA ÁRUM seinna að þú hefðir átt að tapa #12stig
— Unnur Eggertsdóttir (@UnnurEggerts) February 18, 2023
„Btw þetta er núll hate á Frikka eða hans frammistöðu. Hann var og er æði, staðreyndin er samt sú að María vann og það hlýtur að vera ógeðslega sárt hvað fólk er brjálað yfir því. Sérstaklega þegar RÚV tekur þátt í því í beinni útsendingu.“