Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason fer með þýðingarmikið hlutverk í þriðju og síðustu þáttaröðinni af Face to Face, sem frumsýnd verður á Viaplay á sunnudaginn næstkomandi þann 19. febrúar. Fyrstu tvær þáttaraðirnar hafa notið mikilla vinsælda á Viaplay.
Þriðja þáttaröðin hefst á myndbandi sem kollvarpar veröld kaupsýslumannsins Holger Langs, sem leikinn er af hinum þekkta danska leikara Lars Mikkelsen. Á skjánum blasir við upptaka af morðinu á Christinu, lærlingi hans og fyrirhuguðum arftaka, en fram til þessa hafði ranglega verið talið að hún hefði fyrirfarið sér. Í gegnum átta spennuþrungna þætti þarf Holger Lang að standa andspænis fjölskyldu, vinum og óvinum til að komast að sannleiknum. Æsispennandi tilfinningarússíbani sem nær hápunkti sínum þegar gerandinn er afhjúpaður.
Emmy-verðlaunahafinn Lars Mikkelsen leikur aðalhlutverkið í þáttunum en auk hans leika Sverrir Guðnason, Pilou Asbæk, Evin Ahmad, Nicolas Bro, Josephine Park, Jakob Oftebro, Lene Maria Christensen, Solbjørg Højfeldt, Søren Malling og Lars Brygmann í þáttunum.
Fyrstu tvær þáttaraðirnar af Face to Face eru aðgengilegar á Viaplay. Eins og áður sagði þá verður þriðja serían frumsýnd 19. febrúar næstkomandi.
Horfðu á stiklu úr þáttunum hér.