Ragnheiður Agnarsdóttir, stofnandi Heilsufélagsins, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hafa sett einbýlishús sitt við Hamarsgerði á sölu.
Húsið er 181,8 fm að stærð, þar af bílskúr 40 fm, byggt árið 1959 og er mikið endurnýjað.
„Fallega húsið okkar með dásamlega garðinum leitar nú að nýjum eigendum,“ segir Ólafur í færslu á Facebook.
Húsið er á tveimur hæðum auk kjallara og skiptist í forstofu, hol, stofu og borðstofu, eldhús, hjónaherbergi og fataherbergi og baðherbergi á neðri hæð. Á rishæð eru fjögur herbergi og baðherbergi. Í kjallara, sem er með sérinngangi og einnig innangengt á efri hæð,er forstofa, herbergi og baðherbergi, auk sjónvarpsherbergis sem er óskráður í fermetratölu hússins. Hægt væri að nýta kjallarann sem séreiningu, jafnvel til útleigu.
Afgirt gróin lóð er til suðvesturs með timburverönd og heitum potti. Hiti er í bílaplani og útitröppum.
Frekari upplýsingar um eignina má finna hér.