Saga Dorothy Louise Eady er furðulegri en nokkuð kvikmyndahandrit. Hún hélt því nefnilega fram til dauðadags að hún væri endurholdguð epygska hofgyðjan Isis.
Og ekki nóg með það, hún bjó yfir viðamikilli þekkingu og upplýsingum um Egyptaland, trúarbrögð landsins og iðkun þeirra.
Margt af því sem Dorothy sagði hafði aldrei verið opinberað almenningi.
Lést og vaknaði upp frá dauðum
Dorothy fæddist í Lundúnum árið 1904 og voru foreldrar hennar írskir. Fyrstu þrjú árin í lífi Dorothy voru ósköp venuleg í alla staði, allt þar til hún datt niður stiga á heimili sínu og missti meðvitund.
Sagan segir að Dorothy hafi verið úrskurðuð látin af lækni sem kallaður var til. Læknirinn vottaði foreldrum sínum samúð sína og fór að sækja börur og líkbíl til að flytja Dorothy í líkhúsið. Þegar að læknirinn kom aftur, klukkutíma síðar, biðu foreldrar Dorothy hans með öndina í hálsinum og voru það æst að læknirinn skyldi varla orð sem frá þeim kom.
Fóru þau með hann í herbergi Dorothy, þar sem hann hafði skilið hana eftir á rúminu, látna, eða svo var hann handviss um. En Dorothy var hin hressasta og ekki að sjá að hún hefði látist klukkutíma fyrr.
Allt breyttist
En hvað sem nú gerðist þennan dag breytti það lífi Dorothy til frambúðar. Í það fyrsta breyttist talandi hennar, orðalag og orðaforði, til muna.
Hana dreymdi líka allar nætur um líf innan stórrar byggingar, fullri af risastórum steinsúlum og þrábað hún foreldra sína um að „fara með sig heim.“
Þegar að foreldrar hennar spurðu í forundran hvar „heim“ væri, sagðist Dorothy ekki vita það. Hún vissi bara að hún var ekki heima hjá sér.
Hún ætti heima í stóra húsinu með súlunum.
Foreldrar hennar voru ráðalausir.
Nokkrum mánuðum eftir fallið fóru foreldrar Dorothy með hana á egypska sýningu í Brithis Museum og þá fyrst varð sagan verulega furðuleg.
„Heimilið mitt“
Dorothy, þá vart orðin fjögurra ára, varð afar æst, hljóp á milli sýningargripanna, kyssti fætur á styttum og sagði að loksins væri hún búin að finna „fólkið sitt.“
En allt í einu fraus hún í sporunum, benti á ljósmynd og kallaði upp að þarna væri „heimilið hennar.“
Ljósmyndin var af musteri faraósins Seti I, sonar Ramses I og föður hins þekkta faraós Ramses II. Stóð veld Seti 1290 til 1279 f. Kr.
Dorothy litla neitaði að fara frá myndinni og endurtók í sífellu að hún hefði búið í musterinu.
En það var eitthvað að, að mati litlu stúlkunnar, sem þráspurði hvar tréin væru? Og allir garðarnir?
Rekin úr öllum skólum og kirkjum
Í fyrstu vonuðust foreldrar Dorothy til að þessi Egyptalandsmanía myndi eldast af henni en svo var ekki. Hún jókst ef eitthað, sama hvað foreldrar hennar reyndu að gera til að fá hana hana til að hætta þessari vitleysu.
Um leið og Dorothy var orðin nógu gömul fór hún á allar sýningar tengdar sögu Egyptalands sem í boði voru og dvaldi þar svo klukkustundum saman, oft dag eftir dag.
Viðvera hennar vakti athygli hins þekkta fræðimanns í sögu Egyptalands, E.A. Wallace Budge, sem fór að gefa sig á tal við stúlkuna og fylltist aðdáun á þekkingu hennar og áhuga á Egyptalandi til forna. Hvatti hann hana meðal annars til að læra egypskt myndletur sem hún lærði á allt að ómennskum hraða.
Unglingsárin voru Dorothy erfið. Sunnudagaskólakennari hennar bað foreldra hennar að hætta að senda hana í tíma því hún gerðir lítið annað en að bera sama trúarbrögð forn Egypta og kristni, sem hún sagði lítið annað en eftiröpun.
Hún var einnig rekinn úr virtum stúlknaskóla fyrir að neita að syngja sálm um Móse en í textanum eru Egyptar fordæmdir fyrir að halda gyðingum í ánauð. Sagan segir að Dorothy hafi meira að segja kastað sálmabókinni í höfuð kennarans þegar hann vísaði henni á dyr.
Foreldrar Dorothy voru heittrúaðir kaþólikkar og samkvæmt öll naut Dorothy af fara með þeim til messu, því það minnti hana á „sína gömlu trú.“
Að því kom að fokvondur prestur bankaði upp hjá Eady hjónunum og sagði Dorothy ekki lengur velkomna í messu, enda bévítans heiðingi.
Kynlífið með Seti
Árátta Dorothy fyrir Egyptalandi til forna varð sífellt meiri og foreldrum sínum til mikils hryllings hóf hún að lýsa af nákvæmni kynferðissambandi sínu við Seti I. Hún var þá 14 ára gömul.
Sagði hún Seti I hafa verið elskhuga hennar í fyrra lífi og hefði samband þeirra verið það ástríðufullt að hann kæmi enn til hennar á næturnar, eða það er að segja múmía eða draugur hans, og rifi af henni náttkjólinn til að sjá hana nakta.
En í stað þess að finna til ótta virtist Dorothy njóta þessara næturheimsókna mjög.
Foreldrar Dorothy voru algjörlega búin á því og létu innrita hana á hvert hælið og stofnunina á fætur annarri án árangurs. Dorothy bætti í ef eitthvað var, og þegar hún var 16 ára gömul hætti hún alfarið í skóla enda óvelkomin svo að segja alls staðar.
Bentreshyt
En Dorothy var ekki af baki dottin og hóf nám í listaskóla með aðstoð föður síns sem rak þar kvikmyndasal fyrir nemendur. Skólinn var með öflugt leikfélag og að því kom að setja upp leikrit um gyðjuna Isis gekk hún mjög á eftir að fá hlutverk gyðjunnar og gekk það eftir.
Á þessum árum hóf Dorothy að skrifa niður endurminningar sínar úr fyrra lífi. Hún sagði að guðinn Ho-Ra birtast sér í draumi og segja henni smáatriði úr fyrra lífi og hefði hann gert það svo árum saman.
Dorothy kvaðst í raun vera stúlka að nafni Bentreshyt endurholdguð. Hún var yfirgefin af móður sinni í hofi Isis aðeins þriggja ára gömul og alin þar upp sem hofgyðja.
Sama hofinu og hún hafði bent foreldrum sínum á í British Museum svo mörgum árum áður.
Sagðist hún – Bentreshyt- hafa hitt Seti I faraó í garði hofsins á táningsárum og hafi faraóinn orðið heillaður af fegurð hennar.
Dó í nafni ástarinnar
Það var aftur á móti dauðasök fyrir hofgyðjur að vera við karlmann kenndar og þegar að Bentreshyt varð ólétt af völdum faraósins var hún dæmd til dauða.
Hún tók þó líf sitt áður til að koma í veg fyrir yfirheyrslur um faðernið til að vernda mannorði faraósins.
Dorothy sagðist þó alltaf hafa vitað að ást þeirra hefði verið það mikilfengleg að jafnvel dauðinn breytti engu þar um.
Bentreshyt og Seti yrðu alltaf saman, á einn eða annan hátt.
Þegar Dorothy var 27 ára gömul hóf að skrifa fyrir egypskt tímarit í London og það var á skrifstofum þess sem hún kynntist Emam Abdel Meguid.
Þau giftu sig og fluttu til Kairó í Egyptalandi. Þau eignuðust son sem Dorothy nefndi Sety, eftir löngu látnum ástmanni sínum, en sjálf tók hún upp nafni Omm Sety, eða móðir Sety.
Emam pakkar saman
En lífið var Dorothy ekki auðveldara í Egyptalandi. Maður hennar var fínni ættum Kairo og hafði tengdafjölskylda hennar litla þolinmæði fyrir næturheimsóknum drauga og múmía, fyrri lífum og sýnum.
Eftir aðeins tveggja ára hjónaband skildi Emam við Dorothy og flutti til Íraks. Hann bauð henni þó að koma með sér en Dorothy elskaði Egyptaland mun meira en eiginmann sinn og afþakkaði.
Hún bjó áfram í Kairó ásamt syni þeirra og vann sem teiknari við hjá opinberri stofnun egypskra fræða, fyrsta konan til að fá að sinna slíku starfi.
Dorothy bjó ekki langt frá hinum stóra Giza pýramída og sást oft til hennar á næturnar laumast inn í píramídann auk þess að leggja fram fórnir við fætur hins þekkta Sfinx.
Margir íbúanna í nágrenninu dáðu hana fyrir trúfestuna en þeir voru líka margir sem óttðust hana og töldu hana vera norn.
Stórmerklegar teikningar
En það breytir ekki því að á meðan Dorothy vann sem teiknari var hún meðhöfundur fjölda merkra bóka um forn Egypta og forn Egyptaland – bækur sem enn eru í heiðri hafðar.
Þegar Dorothy var komin á sextugsaldur var henni boðið að aðstoða við fornleifauppgröft í Abydos sem hún þáði með þökkum enda Abydos sá staður sem Seti I og Bentreysht höfðu orðið ástfangin, samkvæmt sögunni. Þar var einnig að finna hofið sem hún hafði bent á, þriggja eða fjögurra ára gömul í safninu í Lodnon.
Dorothy reyndist ómetanleg aðstoð við fornleifauppgröftinn og vísaði til að mynda fornleifafræðingum á staði þar sem hún fullyrti að undir væri að finna leifar ævintýralegra garða.
Fræðingarnir voru efins en létu þó eftir Dorothy að grafa. Og þeim til mikillar undrunar fundust leifar heillandi garða, alveg eins og Dorothy hafði lýst, en aldrei neinn vitað af.
Niðurstöður „prófs“ yfirmaður formnjaráðs Egyptalands gerði á Dorothy voru jafnvel enn furðulegri.
Ekki aðeins fóru þau í svartamyrkri inn í hof Seti, sem lokað var svo að segja öllum, og hafði Dorothy því aldrei komið þar inn í, heldur lét hann einnig binda fyrir augu hennar.
Þegar inn var komið lýsti hann skreytingum á veggjum og bað hana að ganga að viðkomandi veggmynd. Hún gekk að réttri mynd í 100% tilfella og var ríkisstarfsmaðurinn orðlaus þar sem aldrei höfðu verið teknar myndir þar inni, hvað þá gefnar út.
Alltaf hlustað á Dorothy
Dorothy eyddi restinni af ævi sinni í Abydos þar sem hún sagðist loksins finna til friðar. Hún reyndist einnig fornleifafræðingunum á svæðinu gríðarleg aðstoð og voru þeir snöggir að læra að taka mark á Dorothy þegar hún sagði þeim að grafa á tilteknum stað.
Því í svo til öllum tilfella fannst eitthvað stórfenglegt sem enginn hafði átt von á.
Framlag Dorothy til fræða um forn Egyptaland er óneitanlegt og hún hafði að því er virtist, allt að yfirnáttúrulegan skilning á myndletri og list forn Egypta. Hún kom meira að segja fram í heimildamynd sem National Georgrapic lét gera árið 1981 og þykir slíkt mikill heiður.
Bönnuð í öllum kirkjugörðum og grafreitum
En þrátt fyrir ást sína á Egyptalandi vildi enginn kirkjugarður né grafreitur í landinu taka við henni þegar hún lést sama ár, 77 ára að aldri, hvorki kristnir né islamskir enda hafði hún aldrei losnað við nornastimpilinn.
En hún vissi það svo sem áður og hafði því byggt sitt eigið grafhýsi í bakgarði sínum og var það nákvæm eftirlíking af grafhýsi faraóa, þó eðlilega mun smærra í sniðum. Lét hún því gera neðanjarðarhýsi þar sem hún skildi grafin og steypt yfir.
En heilbrigðisyfiröld gripu inn í málið á síðustu stundu og sögðu slíkt ótækt, það þyrfti að grafa konuna á hefðbundinn hátt.
Svo fór að koptakirkjan, hin þjóðlega, kristna kirkja Egyptalands, samþykkti með trega að taka við líkinu og var Dorothy holað niður við enda kirkjugarðs kopta, úti við eyðimörk á svæði sem enginn vildi láta grafa sig eða ástvini.
Þar liggur Doroty Louise Eady eða Omm Sety, í ómerktri gröf.
Blekking eða ást yfir líf og dauða?
Það eru liðin rúmlega 40 ár frá lokum hins óvenjulega lífs Dorothy og enn er leitað skýringa. Hvernig gat hún platað sérfræðinga í Egyptaland á þennan hátt?. Sumir segja hana svikahrapp sem hafi komist yfir áður óbirt fornleifagögn og nýtt sér þau, aðrir segja að hún hafi trúað eigin lygum eftir heilaskemmdirnar sem hún hlaut sem barn.
En þeir eru líka margir sem trúa að Dorothy hafi engan blekkt, hún hafið í raun verið Bentreysht endurholdguð og hafi fallið á barnsaldri vakið upp mörg þúsund ára gamla minningar.
Enda svo ótalmargt í þessum heimi, og ef til vill öðrum, sem við höfum enga þekkingu né skilning ár.
Í það minnsta er saga Dorothy um ódauðlega ást í 2500 ár, öllu skemmtilegri og já, rómantískari, en að hún hafi verið svindlari og glæfrakvendi.