fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Gummi Emil sneri blaðinu við eftir að hafa endað á spítala eftir djamm – „Fyrsta vikan var ein sú erfiðasta sem ég hef lifað“

Fókus
Föstudaginn 10. febrúar 2023 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilsufrömuðurinn Guðmundur Emil Jóhannsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Gummi Emil segist sjálfur búinn að átta sig á því að hann verði bara óhamingjusamur ef hann hefur ekki fyrir hlutunum og það þýði ekkert að ætla að hafa hlutina alltaf þægilega og auðvelda.

„Ég get ekki lifað of þægilegu lífi. Ef ég geri ekki mikið af erfiðum hlutum enda ég bara á að gera einhverja vitleysu. Ég verð að losa alla orkuna sem ég hef á heilbrigðan hátt og geri bara eitthvað heimskulegt ef ég set mér ekki markmið, reyni mikið á mig og geri helst eitthvað erfitt á hverjum degi. Alveg frá því að ég æfði fótbolta sem gutti og var sagt að hlaupa úti í snjónum og grjóthalda kjafti þó að mér væri ískalt hef ég fundið að það hentar mér að hafa aga og erfiða. Ég verð að vera að gera erfiða hluti, hafa markmið og hafa stefnu í lífinu. Annað virkar bara ekki fyrir mig. Forfeður okkar voru hart fólk og ég held að það sé innbyggt í okkur að hafa fyrir hlutunum og vera sterkt fólk. Því miður er orðið allt of mikið um þunglyndi og tilgangsleysi hjá ungu fólki og sérstaklega ungum karlmönnum. Ég verð alltaf jafn þakklátur þegar ungir strákar koma upp að mér og segja mér að ég hafi hvatt þá til dáða til að taka upp betri venjur og vinna í heilsunni,“ segir hann.

Segir fólk orðið háð stanslausri örvun

Gummi Emil segir fólk upp til hópa orðið háð því að vera stanslaust að örva boðefnakerfið og það endi ekki vel:

„Ég sé það í mínum störfum að mjög mikið af fólki er komið í mikinn vítahring. Þú byrjar kannski daginn á því að fara í símann um leið og þú vaknar til að fá smá dópamínskot, svo fá margir sér í vörina líka, meira dópamín þar, svo er það orkudrykkur og svo heldur þetta bara áfram. Þú gleymir að borða og endar á að fá þér skyndibita til að viðhalda dópamínvítahringnum, sem kallar svo á að vera meira í símanum seinni partinn og svo heldur þetta áfram fram á kvöld og svo bara næsti dagur,“ segir hann og heldur áfram:

„Margir fatta svo ekkert af hverju þeim líður illa, en auðvitað endar það ekki vel ef rútínan manns er orðin svona. Það þarf að hjálpa fólki að gera þessa tengingu svo að þú áttir þig á því hverjar eru orsakirnar fyrir aukinni vanlíðan, minni orku og svo framvegis,” segir hann.

„Það sem selst langbest í matvöruverslunum er nammi og kex og það er svo margt sem sýnir okkur að við erum á rangri leið. Það hefur aldrei verið meiri þörf á að hjálpa fólki að taka upp betri venjur, þannig að við verðum heilbrigðari og hamingjusamari.“

Vinsæll á TikTok

Gummi Emil er mjög vinsæll hjá ungu fólki á TikTok og mörg myndbanda hans hafa fengið tugi- eða hundruð þúsunda áhorfa. Hann var fyrst ósáttur við TikTok og fannst miðillinn heimskulegur áður en hann tók hann í sátt.

„Ég fyrirleit fyrst TikTok og hugsaði bara hvurn andskotann fólk væri að gera þarna inni. En svo hugsaði ég með mér að ég yrði bara að taka þátt ef ég ætlaði að ná til fólks. En ég hugsa oft með mér hvað ég sé að gera þegar ég hendi inn myndbandi af mér með „sage“ að segja fólki að drulla sér í ræktina. En svo er þetta bara allt æfing í að verða sama um hvað fólk er að hugsa. Ef ég get veitt ungu fólki innblástur þá veit ég að ég er að gera eitthvað rétt. Að mínu mati hefur aldrei verið meiri þörf á að hvetja fólk til dáða. Við erum öll í þessu saman. Ég fæ reglulega hjálp frá góðu fólki til þess að ég geti svo hjálpað öðrum. Ég stunda reglulega bæði bænir og þakklæti og finn að ég verð að tengjast einhverju æðra til að hætta að vera of upptekinn af sjálfum mér. Það sem gefur lífinu gildi er að vera með tilgang, gefa af sér og hvetja aðra til dáða,“ segir hann.

Endaði á spítala

Gummi Emil hefur sjálfur farið í gegnum erfiða tíma og glímt við erfið veikindi. Hann segir að tímabilið þegar hann endaði á spítala hafi gjörbreytt lífi hans.

„Ég segi stundum að guð hafi sent mig á spítala. Ég var kominn í vítahring og var í of mikilli streitu, svaf of lítið og fór ekki nógu vel með mig. Ég hugsaði ekki neitt um heilsuna og endaði á að veikjast illa þrem dögum eftir mikið djamm. Ég veit ekki hvort ég tók óvart eitthvað inn á þessu djammi, en þremur dögum síðar var ég kominn inn á spítala með blóðsýkingu sem fór úr hálsinum í blóðið og fékk svo slæma lungnabólgu líka. Ég var á spítalanum í þrjár vikur og þar þurfti ég að endurskoða mjög margt í lífi mínu. Ég man að fyrsta vikan var ein sú erfiðasta sem ég hef lifað, af því að ég neyddist til að endurskoða hlutina af því að ég gat ekki flúið neitt. En ég breyttist inni á spítalanum og endurfæddist og fann að ég vildi breyta mér og finna dýpri tilgang.”

Þáttinn með Gumma Emil og alla aðra Podcastþætti Sölva Tryggvasonar má nálgast inni á: https://solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Taka fyrir umdeilt mataræði hjá stæltum áhrifavöldum – Segja ómenntaða „sérfræðinga“ orsaka óreiðuna

Taka fyrir umdeilt mataræði hjá stæltum áhrifavöldum – Segja ómenntaða „sérfræðinga“ orsaka óreiðuna
Fókus
Í gær

Hefur ekki sofið hjá eiginmanninum í 40 ár

Hefur ekki sofið hjá eiginmanninum í 40 ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hart tekist um á hárlit Sunnevu – „Þau eru að plata þig“

Hart tekist um á hárlit Sunnevu – „Þau eru að plata þig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólympíustjörnurnar „hamast“ á kynlífsletjandi rúmunum í París

Ólympíustjörnurnar „hamast“ á kynlífsletjandi rúmunum í París
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fjármálaráðgjafi segir að þetta eigi að gera til að tryggja fjárhagslegt öryggi á ferðalagi – Ókeypis þráðlaust net varasamt

Fjármálaráðgjafi segir að þetta eigi að gera til að tryggja fjárhagslegt öryggi á ferðalagi – Ókeypis þráðlaust net varasamt