fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Frú Vigdís næsta hlutverk Nínu – Börnin ranghvolfdu augum yfir kossaflensi Verbúðarinnar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 09:00

Nína Dögg Filippusdóttir Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nína Dögg Filippusdóttir á stórleik í kvikmyndinni Villibráð sem er nú í kvikmyndahúsum. Nína Dögg var gestur Einars Bárðarsonar  í hlaðvarpinu Einmitt í síðustu viku. Þar sagði Nína frá því að eitt af næstu hlutverkum hennar sé hlutverk frú Vigdísar Finnbogadóttur í sjónvarpsþáttum um sögu forsetans fyrrverandi. 

Sagan er saga Vígdísar áður en hún fer í framboð og verður forseti,segir Nína sem segist hlakka mikið til að takast á við verkefnið og að vinna með framleiðendunum.    

Rakel Garðarsdóttir, mágkona Nínu, og Ágústa Ólafsdóttir hafi verið að undirbúa og framleiða þættina um ævi frú Vigdísar Finnbogadóttur. „Þetta er ótrúlega spennandi og alltaf geggjað að vinna með Rakel.“  Um er að fjögurra þátta seríu sem fjallar um fyrri hluta ævi Vigdísar. Undirbúningurinn sjónvarpsþáttanna  til þessa hefur verið með frú Vigdís í ráðum þar með talið mátun á fötum úr hennar eigu.

Nína þekkir vel að vinna með skyldmennum og það má segja að Verbúðin sem sló svo sannarlega í gegn í fyrra sé eitt risastórt ættarmót hjá Nínu. Flókið hafi verið fyrir fjölskylduna að venjast sumum senunum. Þó þær hafi ekki verið dónalegar sem slíkar. 

„En þegar stórfjölskyldan og vinir settust niður á forsýningar á seríunni ranghvolfdu krakkarnir í fjölskyldunni bara augunum og spurðu hvort það væri alveg í lagi með foreldrana. Mamma og Hlynur frændi að kyssast, pabbi og Selma og Gói og Unnur Ösp,“ segir Nína, sem segir þetta einfaldlega hluta af því að fæðast inn í leikarafjölskyldu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“