fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Fókus

Lífið er núna dagurinn – Skartaðu appelsínugulu á fimmtudag

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 19:50

Þórunn Hilda, markaðs- og kynningarfulltrúi Krafts, ásamt starfsmönnum og stjórnarformanni Krafts sem tekin var á styrktartónleikum Krafts 4. febrúar. Mynd: Mummi Lú

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjáröflunar- og árvekniátak Krafts, Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, stendur nú yfir. Kraftur hvetur landsmenn alla að halda upp á Lífið er núna daginn fimmtudaginn 9. febrúar og skarta þá einhverju appelsínugulu, staldra við og njóta líðandi stundar með fólkinu í kringum sig. Einnig er tilvalið að nýta daginn og láta gott af sér leiða, hrósa fólki og sjálfum sér. Nota spari-stellið og peysuna sem þú ætlaðir alltaf að nota við ákveðin tilefni. Ekki bíða eftir mómentinu, búðu það til á Lífið er núna daginn.

„Við erum að halda upp á þennan dag í fyrsta sinn í ár en vonumst að sjálfsögðu til að hann muni festa sig í sessi en stefnan okkar er að halda árlega núna upp á Lífið er núna daginn, annan fimmtudag í febrúar,“ segir Þórunn Hilda, markaðs- og kynningarfulltrúi Krafts. Fyrirtæki, skólar, félagasamtök, vinir og vandamenn eru öll hvött til að taka höndum saman og njóta dagsins saman til hins ýtrasta.

Þórunn Hilda, markaðs- og kynningarfulltrúi Krafts.
Mynd: Mummi Lú

„Kraftsliturinn er appelsínugulur og væri gaman að sjá sem flesta klæðast þessum orkumikla lit á fimmtudaginn. Svo er hægt að fá flottar partýveifur, Lífið er núna servíettur og ýmsar aðrar flottar vörur hjá okkur í Krafti. Við mælum auðvitað tvímælalaust líka með að kaupa appelsínugula eða svarta Lífið er núna húfu til að skella á kollinn á fimmtudaginn en hún er líka frábær í þessum gulu og appelsínugulu viðvörunum sem eru sífellt í kortunum núna. Svo veðrið leikur sko við okkur í Krafti,“ bætir Þórunn hlæjandi við.

Hægt er að nálgast Lífið er núna húfur í velvöldum Krónuverslunum og Hagkaupsverslunum, í Karakter Smáralind og Companys Kringlunni. Einnig er hægt að fá húfuna í vefverslun Krafts. Allur ágóði af sölu húfanna rennur í starf Krafts í þágu ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kærasta karlmanns með míkrótyppi lýsir því hvernig kynlíf þeirra er í raun og veru

Kærasta karlmanns með míkrótyppi lýsir því hvernig kynlíf þeirra er í raun og veru
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin

Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Innlit í svakalega íbúðarbyggingu Söru Davíðs í Barein

Innlit í svakalega íbúðarbyggingu Söru Davíðs í Barein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir annað fyrirtæki hafa reynt að koma höggi á hana – „Þau reyndu vel og lengi“

Segir annað fyrirtæki hafa reynt að koma höggi á hana – „Þau reyndu vel og lengi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Heiðurstónleikar The Highwaymen

Heiðurstónleikar The Highwaymen
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorvaldur varð fyrir aðkasti þegar hann flutti heim – „Á íslenskum fjölmiðlum níunda áratugarins ýmislegt gott að þakka“

Þorvaldur varð fyrir aðkasti þegar hann flutti heim – „Á íslenskum fjölmiðlum níunda áratugarins ýmislegt gott að þakka“