Kvikmyndin Napóleónsskjölin, byggð á samnefndri metsölubók Arnalds Indriðasonar, er frumsýnd í dag hér á landi en er strax farin að seljast víða um heim. Beta Cinema er búið að selja myndina til Frakklands, Spánar, Póllands, Japan, Taiwan og fyrrum Júgóslavíu. Beta Cinema verður með tvær sýningar á myndinni á European Film Market í Berlín sem hefst 15.febrúar.
Variety fjallar um sölurnar.
Leikstjóri myndarinnar er Óskar Þór Axelsson en fyrri myndir hans eru Svartur á Leik og Ég man þig sem nutu báðar mikilla vinsælda.