Róbert Oliver Gíslason, leikari og tónlistarmaður, og Sigga Eydíis Gísladóttir fíknifræðingur og tónlistarkona, hafa sett „New York style“ íbúð sína í Auðbrekku í Kópavogi á sölu.
Um er að ræða 60,5 fermetra eign.
Íbúðin skiptist í stofu og eldhús í einu opnu rými þar sem lofthæðin er um 4,4 m, baðherbergi með rými fyrir þvottavél og þurrkara.
Gengið er upp járnstiga að svefnlofti, þar er pallur fyrir rúmdýnu og svart teppi á gólfi, járnhandrið er fram í stofu. Lofthæð á svefnlofti er um 1,9 m.
New York style eru íbúðir sem breytt var í íbúðir frá atvinnuhúsnæði, framleiðslu- eða lagernotkun. Hátt til lofts, stór opin rými, múr, veggir og loft gróf unnið, stórir gluggar og svefnloft. Slíkar íbúðir urðu vinsælar á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar þegar listamenn byrjuðu að koma sér fyrir ólöglega í vinnurýmum í úreltum framleiðsluhúsum.
Þú getur lesið nánar um eignina og skoðað fleiri myndir á fasteignavef DV.